Auglýsing

Hafþór Júlíus Björnsson er sterkasti maður Íslands 2024 – Horfðu á keppnina í heild sinni

Keppnin um sterkasta mann Íslands var haldin um helgina og stóð keppnin yfir í tvo daga en fyrri umferðin fór fram við Thor Power Gym í Kópavogi en sú seinni í Tryggvagarði á Selfossi.

Keppnin fór fram í frábæru veðri og gaf Hafþór hvergi eftir í baráttunni um efsta sætið sem hann hélt allan tímann og endaði með 45 stig í fyrsta sæti.

Í öðru sæti endaði Pálmi Guðfinnsson með 34.5 stig og í því þriðja var svo Hilmar Örn Skagfield Jónsson með 31.5 stig.

Hafþór vann allar sex greinarnar á mótinu en í seinni umferðinni var keppt í kasti yfir slá, göngu með Húsafellshelluna frægu og Atlas-steinunum.

Aðrir sem kepptu á mótinu sýndu þó fantagóð tilþrif á köflum og það er alveg ljóst miðað við formið sem Hafþór er í að það þarf enginn að skammast sín fyrir að bíða lægri hlut gegn honum í aflraunum.

Fyrir áhugasama er hægt að horfa á keppnina í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing