Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi kom í þáttinn Spjallið með Frosta Logasyni en þar var hún spurð út í þrálátan orðróm um hin umdeildu samtök World Economic Forum eða WEF eins og það mun framvegis vera skammstafað í greininni.
Halla segir að mikill misskilningur ríki um hvað WEF raunverulega er. Halla segir frá að WEF séu samtök sem voru stofnuð af manni sem heitir Klaus Schwab fyrir mörgum árum síðan og áttu upprunalega að vera ráðstefna þar sem samtal gæti farið fram á milli stórfyrirtækja og stjórnvalda.
Hún segir einnig að framan af telji hún að starf samtakanna hafi verið mjög mikilvægt og þarft því samstarf sé nauðsynlegt milli stjórnvalda og atvinnulífs.
Halla segir að aftur á móti sé nú meira um að fyrirtæki taki mun meiri þátt en stjórnvöld í ráðstefnu samtakanna, sem fram fer ár hvert í Davos í Sviss.
Að hennar sögn hafa frjáls félagasamtök eins og B-Team, sem eru samtök á vegum Höllu, verið að mæta á ráðstefnuna til að vera á hliðarlínunni, eins og Halla orðar það, en séu ekki beinir þátttakendur eða meðlimir í WEF og aldrei tekið þátt í þeirra aðalráðstefnu.
Aðspurð segir Halla að neikvæð umræða um WEF hafi ekki farið framhjá henni og hvað orðróm varðar um að þar fari fram einskonar skuggasamkoma þar sem menn leggja á ráðin um heimsyfirráð í reykfylltum bakherbergjum snertir, segir Halla að það sé hennar persónulega mat að ekki væri verið að sjónvarpa allri ráðstefnunni í opinni dagskrá á heimsvísu ef að um leynilegt ráðabrugg væri að ræða.
Halla segir að þrátt fyrir að hún telji að slíkt sé upplýsingaóreiða þá sé þetta tvímælalaust mesta „elítu samkoma“ sem hún hefur nokkurn tímann fylgst með og að þrátt fyrir að hafa tekið þátt í hliðarsamkomum þrisvar sinnum, þá þurfi fyrirtæki að borga háar upphæðir til að vera fullgildir meðlimir WEF og hennar fyrirtæki, B-Team, hafi engan veginn efni á slíkum gjöldum.
Hún segist ennfremur alltaf hafa sett spurningarmerki við þá staðreynd að konur hafi aldrei verið meira en 17% þátttakenda í ráðstefnunni og að hún hafi eitt sinn fengið boð um að vera fyrirlesari á aðalsviðinu en hafnaði því boði af þessari ástæðu.
Halla segir að B-Team og fleiri fyrirtæki sem staðið hafi á hliðarlínunni á ráðstefnunni mikið verið að kalla eftir að fyrirtæki og stjórnvöld sem taka þátt í ráðstefnunni taki meiri ábyrgð á kynjahallanum sem á sér stað.
Hún varar fólk við að gleypa við öllum fréttum og kenningum um að þarna sé verið að leggja á ráðin um einhver heimsyfirráð en finnist Klaus Schwab og nálgun hans á málefni sem þarna eru rædd, vera löngu orðin úrelt og ekki í takt við samfélagið eins og það er í dag.
Hún segist hafa lagt til að WEF myndi færa ráðstefnu sína frá Davos til Afríku eða Suður-Ameríku því Davos sé lítill skíðabær í Sviss og þangað sé rándýrt að koma og nótt í gistingu geti kostað milljónir. Hún segir að ástæðan fyrir tillögu sinni hafi verið að ráðstefnan sé haldin nær þeim vandamálum sem WEF segist vilja taka á.
Hún telur einnig mikilvægt að óbreyttir borgarar fái að taka meiri þátt í starfsemi samtakanna og þegar slíkt eigi sér ekki stað ali það á vantrausti í garð fólksins sem þarna kemur saman.
Halla og Frosti ræða einnig orðróm þess efnis að stefna WEF sé að gera fólk eignalaust og að það muni í auknum mæli leggja sér pöddur til munns og margt fleira í viðtalinu.
Brot úr viðtalinu við Höllu má sjá hér fyrir neðan. Til að sjá þáttinn í heild sinni getur þú tryggt þér áskrift að streymisveitunni Brotkast.