Auglýsing

„Hawk Tuah“ stelpan var vinsælasta nýstirni ársins en sveik aðdáendur sína um milljarða í vikunni

Hailey Welch, betur þekkt sem „Hawk tuah“ stelpan, gerði allt vitlaust og vann sér inn gríðarlega frægð þegar myndband með henni varð eitt það vinsælasta í mörg ár.

Hailey náði fádæma vinsældum og birtist í hverju risa hlaðvarpinu á fætur öðru og nýtti sér frægðina til að fá sitt eigið hlaðvarp og auglýsinga samninga og hefur þénað milljónir dollara síðan vinsældir hennar hófust.

Hailey hefur þótt skemmtileg og lífleg og verið vinsæl meðal netverja almennt þó hlaðvarp hennar hafi ekki gengið sérlega vel.

Það hefur algerlega snúist við á seinust dögum en nýlega var hún gripin við svokallað „pump and dump“ svindl með rafmynt sem búinn var til af fólki tengdu henni og hún auglýsti.

Pump and dump svindl

Pump and dump svindl virka þannig að þeir sem geta keypt snemma kaupa mikið magn en svo eru vinsælir aðilar nýttir til að auglýsa rafmyntina og þannig er verðið keyrt upp þegar auðginnt fórnarlömb kaupa í þúsunda eða milljónatali.

Hér má sjá gengi rafmyntarinnar hríðfalla þegar svindlið hefst

Þannig hækkar verðið og upprunalegu kaupendur selja svo allt sitt og við það fellur myntin í verði og verður jafnvel verðlaus.

Á þennan hátt virðist Welch hafa svindlað á aðdáendum sínum sem keyptu rafmynt hennar, Hawk, og fór heildarvirði hennar upp í 460 milljónir dollara þegar mest var samkvæmt Crypto Times.

Eftir söluna féll svo verðið um rúmlega 90 prósent og tap þeirra sem fjárfestu hleypur því á tugum milljóna dollara.

Sjálf græddi Hailey að minnsta kosti tvo milljarða króna en hugsanlega var gróði hennar enn meiri.

Einkaspæjari internetsins kemur upp um svindlið

Youtube stjarnan Coffeezilla er þekktur sem einskonar einkaspæjari internetsins en hann hefur komið upp um mörg svindl af þessu tagi og þykir ekkert grín að lenda í honum.

Coffeezilla hringdi inn beint í fagnaðarstreymi Welch og félaga og las þeim pistilinn í beinni útsendingu.

Welch hefur því líklega sungið sitt síðasta sem stjarna á netinu enda alls ekki auðvelt að vinna traust aðdáenda til baka eftir svindl af slíkri stærðargráðu.

Að neðan má sjá umfjöllun Coffeezilla um málið.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing