Heiðar Guðjónsson fjárfestir segir Sigmund Davíð hafa sparað ríkissjóði um 1000 milljarða á núvirði þegar hann var í ríkisstjórn með Barna Benediktssyni á árunum 2013-2016.
Heiðar Guðjónsson fjárfestir mætti sem gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Samtalið barst meðal annars að því að Sigmundur Davíð eigi kannski afturkvæmt í forsætisráðuneytið eftir að hafa verið „hrakinn“ úr embætti á sínum tíma.
„Sigmundur má líka eiga það, og fólk gleymir ekki svo glatt að þegar hann fór af stað með sínar hugmyndir um hvernig væri hægt að semja við hrægammasjóðina, þá sögðu allir að þetta væri óvinnandi vegur,“ segir Heiðar meðal annars í viðtalinu.
Heiðar benti þá á að Sigmundur Davíð hafi, ásamt Bjarna Benediktssyni, sparað ríkissjóði 1000 milljarða að núvirði þegar hann fór gegn öllum þeim úrtöluröddum í stjórnkerfinu, ráðuneytum, Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins og Háskóla Íslands, sem fullyrtu að ekki væri hægt að fara gegn hrægammasjóðunum sem voru með Ísland í heljargreipum eftur bankahrunið mikla árið 2008.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/