Imane Khelif sem keppti fyrir hönd Alsír á Ólympíuleikunum hefur heldur betur staðið í ströngu undanfarið en Imane vann gullverðlaun í sínum þyngdarflokki fyrir stuttu.
Annar keppandi sem sakaður er um að hafa einnig fallið á kynjaprófi Alþjóða hnefaleikasambandsins (IBA) vann einnig gull í sínum þyngdarflokki í morgun.
Lin Yu Ting keppir fyrir hönd Taívan en Yu Ting sigraði Juliu Szeremeta frá Póllandi og hreppti þar með gullið.
Yu Ting hefur vakið minni athygli en Khelif en engu að síður hefur deila í kringum Yu Ting verið umdeild og hafa keppendur sett upp einskonar X merki með höndunum eftir að hafa beðið lægri hlut fyrir Yu Ting.
Þar með hafa báðir keppendurnir sem féllu á svokölluðu kynjaprófi IBA unnið gull í sínum þyngdarflokki á Ólympíuleikunum í París