Auglýsing

Hjartnæm skilaboð Trumps til barna

Forseti Bandaríkjana, Donald Trump, hélt nýverið magnaða ræðu fyrir Bandaríkjaþingi. Óhætt er að segja að ræðunni hafi verið vel tekið og var hún sögð bæði sameinandi og upplyftandi fyrir bandaríska þjóð.

Trump hefur ávallt talað fyrir velferð og réttindum barna og í nýlegri ræðu sagði hann „okkar skilaboð til hvers barns í Ameríku eru þessi, Þið eruð fullkomin nákvæmlega eins og Guð skapaði ykkur“. Skilaboð Trumps nú eru þau sömu og í fyrri forsetatíð hans en í ávarpi hans frá 2018 sagði hann „Ég vill láta ykkur vita að þið eruð aldrei ein og munið aldrei vera ein. Þið hafið fólk sem þykir vænt um ykkur, elskar ykkur, og mun gera allt sem það getur til að vernda ykkur“.

Bandaríkjamenn sameinaðir á bak við Trump

Það verður að segjast eins og er að það er uppörvandi að hlusta á vestrænan stjórnmálaleiðtoga hugsa jafn hlýtt til allra barna og forseti Bandaríkjanna, Donald Trump. Þá hefur Trump einnig sýnt það í verki en nýlega skrifaði hann undir forsetatilskipun sem tryggir réttindi stúlkna og kvenna til fá að taka þátt í íþróttum á sanngirnisgrunni. Skoðanakannanir vestanhafs hafa sýnt að um 80% Bandaríkjamanna eru sammála Trump hvað þetta varðar en samt greiddi hver einasti demókrati í öldungadeild þingsins atkvæði gegn þessu mikilvæga réttlætismáli nú á dögunum. Margir hafa bent á þetta sem skýrt merki um hversu illa tengdir stjórnmálamenn eru orðnir kjósendum sínum.

Ísland eftir á í viðnámi gegn woke straumum

Á undanförnum árum hafa vestrænir leiðtogar, íslenski jafnt og erlendir, tileinkað sér Woke
hugmyndafræði. Pierre Poilievre, formaður Kanadíska Íhaldsflokksins, er vinsælasti stjórnmálamaðurinn í Kanada og er með áhugaverða kenningu um tilgang woke. Woke hugmyndafræði snýst að hans mati um að sundra þjóðinni til að auka völd stjórnmálamanna.

Íslenskir stjórnmálamenn hafa í síauknum mæli tileinkað sér woke hugmyndafræðina til að
eitra hug og hjörtu landsmanna. Landsmönnum er skipt upp í hópa kúgara og hinna kúguðu. Þetta
veikir samkennd okkar með náunganum og leiðir til tortryggni og togstreitu á milli samfélagshópa. Konum er att upp á móti körlum, strákum á móti stelpum. Nú eru íslenskir stjórnmálamenn í síauknum mæli að nota kynvitund eða kynhneigð til að sundra þjóðinni og eru þau að gera allt hvað þau geta til að fjölga útlendingum á Íslandi. Allir þurfa þessir hópar síðan að fá vernd frá þéttu og hlýju faðmlagi ríkisins.

Mikilvægi málfrelsis vanmetið

Á undanförnum árum hafa íslenskir stjórnmálamenn þrengt að réttindum almennings. Málfrelsi á undir högg að sækja og þá hefur verið gert tortryggilegt að nota reiðufé. Þegar reiðufé verður komið úr umferð að þá fá stjórnvöld ný tæki til að hafa stjórn á almenningi en þekkt er að alræðissinnuð stjórnvöld hafa fryst greiðslukort og bankareikninga friðsamlegra mótmælenda.

Með lögfestingu bókunnar 35 munu völd stjórnmálamanna til að stjórna lífi landsmanna aukast verulega þar sem strangar löggjafir Evrópusambandsins gegn málfrelsi munu ganga framar íslenskri löggjöf. Stjórnvöld hafa nú þegar brugðist við og tilkynnt um stóraukin fjárframlög til löggæslu og fangelsismála.

Fréttastofa ríkisins (RÚV) hefur verið óspart nýtt til að dreifa woke áróðrinum og er allt menningar- og skemmtiefni stofnunarinnar gegnumsýrt af sama áróðri. Sama á einnig við um menntakerfið sem stjórnmálamenn nota til eitra fyrir ungum og óþroskuðum börnum með woke áróðri í stað þess að kenna þeim að lesa og skrifa.

Ísland Evrópumethafi í kynjaójafnrétti

Kerfisbundið er verið að setja strákana okkar niður. Ein birtingarmynd þess kom fram í fyrra þegar allar stelpur í 9. bekk fengu að taka sér frí frá skólanum og fara í fyrirtækjaheimsóknir og eftir sátu óhreinu börnin, strákarnir okkar. Enginn gagnrýni kom á átakið frá stjórnvöldum né meginstraums-fjölmiðlum á íslandi.

Margir spyrja sig hvort ekki sé kominn tími á að við förum að hafna ríkisáróðrinum og förum að standa upp fyrir strákunum okkar til jafns við stelpur? Eitt er víst að þeir sem tala niður strákana okkar eru ekki endilega þeir sem vilja samfélagi okkar allt það besta.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing