Auglýsing

Hjólhýsi fuku af veginum í óveðri á Norðurlandi Vestra – Fólk hvatt til að fara varlega um helgina

Lögreglan á Norðurlandi Vestra varar ferðalanga við miklu óveðri sem geysað hefur á svæðinu og í Húnavatnssýslunum hafa tvö hjólhýsi fokið af veginum á jafnmörgum dögum.

Eins og flestar helgar í júlí er mikið um að fólk leggi land undir fót og því hefurlögreglan á Norðurlandi Vestra varað sérstaklega við því að fólk sé að ferðast með slíka vagna og er fólk hvatt til að leita í var með hjólhýsin.

Þá segir í tilkynningu lögreglunnar að hviður geti orðið sérstaklega sterkar í gegnum Blönduós, í Langadal, Víðidal, við Lækjamót og þarna í kring.

Þá hvetur lögreglan alla sem kjósa að vera á ferðinni þrátt fyrir þessar aðvaranir að fylgjast vel með síðum Vegagerðarinnar, veður.is og Vegsjá en þar er að finna vindmælingar á flestum svæðum.

Með þessum hætti geti fólk skipulagt ferðalag sitt meðan fremsta öryggis sé gætt.

Nútíminn hvetur alla útileguþyrsta Íslendinga til að gæta fyllsta öryggis í umferðinni og hlusta á ráð lögreglunnar svo allir komist heilir heim!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing