Auglýsing

Horfðu á sterkasta mann Íslands 2024 hér – Staðan eftir fyrri dag

Keppnin um Sterkasta mann Íslands 2024 hófst í gær, föstudaginn 9. ágúst og fór fyrri dagur fram í Thor Power Gym í Kópavogi en seinni dagurinn fer fram í dag, laugardaginn 10. ágúst klukkan 13:30 og verður haldin í Tryggvagarði á Selfossi.

Keppendur eru:
Alexander Andersen
Guðmundur Hafþór Helgason
Hafþór Júlíus Björnsson
Hilmar Örn Skagfield Jónsson
Ísleifur Orri Arngrímsson
Kári Kristofer Elíasson
Kristján Páll Árnason
Pálmi Guðfinnsson

Það kemur ef til vill fæstum á óvart að Hafþór Júlíus Björnsson leiðir keppnina með fullt hús stiga eða 24 stig eftir þrjár greinar en í öðru sæti er Pálmi Guðfinsson með 20.5 stig og Hilmar Örn Skagfield Jónsson í því þriðja með 15.5 stig.

Stigataflan í heild sinni

Á fyrsta degi var keppt í réttstöðulyftu, handlóðalyftu með annarri hendi og rammagöngu en Hafþór Júlíus gerði sér lítið fyrir og vann allar þrjár greinarnar.

Hægt er að sjá umfjöllun frá fyrsta keppnisdegi í spilaranum fyrir neðan en það er Youtube síða Hafþórs sem býður upp á þáttinn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing