Auglýsing

Hröð stýrivaxtalækkun ekki í kortunum

Útlit er fyrir að almenningur muni ekki fá að sjá stýrivexti Seðlabankans lækka eins hratt og vonir standa til samkvæmt stjórnendum Hluthafaspjallsins á Brotkast.is. Þeir Jón G. Hauksson og Sigurður Már Jónsson velta fyrir sér hvers vegna Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sé að bíða með að fara hraðar niður með stýrivextina en þeir telja að töfina megi rekja til hins mikla fjárlagahalla sem er í kortunum varðandi næsta ár. Peningastefnan og fjárlög tali ekki nægilega vel saman.

„Verðbólgan síðustu sex mánuði er þegar komin niður fyrir 2 prósent, og vísitala neysluverðs er um 4,3% fyrir síðustu tólf mánuði en aðeins 1,4% síðustu sex mánuði; mælt á ársgrundvelli. Nú, vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur meira að segja lækkað síðustu sex mánuði um 0,2%“ segir Jón G. Hauksson í nýjasta þætti Hluthafaspjallsins

‚,Vísitala neysluverðs til verðtryggingar, sem nánast allt miðast við, hefur hækkað um 0,67% á síðustu sex mánuðum – sem jafngildir 1,4% verðbólgu á ári. Þannig er nú það. Þessi vísitala lækkaði meira að segja í október sl. en hækkaði aftur lítillega.

Það að lækka verðbólgu og vexti eins og allt snerist um í kosningabaráttunni er því ekki nema hálfur sannleikur. Áherslan ætti núna að vera á lækkun vaxta en Seðlbankinn dokar við af ótta við að ekki verði haldið vel á spöðunum í ríkisfjármálum,“ segir Jón.

Hér fyrir neðan má sjá brot úr þættinum Hlutahafaspjallið en til að sjá þáttinn í fullri lengd mælum við með áskrift að hlaðvarpsveitunni Brotkast.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing