Auglýsing

Hvað hafa vaxtalækkanirnar mikil áhrif á greiðslubirgði íbúðalánsins þíns – Vilhjálmur gefur upp góða mynd af málum

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir í færslu sinni á Facebook að stýrivaxtalækkunin sé gríðarlega jákvæð.

Hann segir lækkunina vera í anda spálíkans sem breiðfylkingin, Starfsgreinasamband Íslands, Efling, Félag iðn-og tæknigreina og Samiðn, unnu að við gerð kjarasamninga fyrr á árinu.

Kjarasamningar gengu út á lækkun verðbólgu og lækkun vaxta. Hann segir það vera að skila sér að samið hafi verið ti langs tíma með hófstilltum hætti.

„Samningurinn gekk út á að skapa skilyrði fyrir lækkun á verðbólgu og lækkun vaxta. Og núna er þetta að byrja að skila sér, þessi áhætta sem við tókum með því að semja með hófstilltum hætti til langs tíma. En við undirritun samninganna var verðbólgan 6,6% og er nú komin niður í 5,1% og hefur því lækkað um 1,5% og stýrivextir hafa nú í tvígang lækkað um samtals 0,75 prósentustig sem er gríðarlega jákvætt.“

„Hægt að heimfæra þetta yfir á húsnæðislán sem nemur 45 milljónum en þá er ávinningurinn af 0,75% lækkun 28.000 kr. á mánuði eða um 340.000 kr. á ári. Til að hafa 28.000 kr. í ráðstöfunartekjur þá þarftu að hafa yfir 40.000 kr. í laun.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing