Auglýsing

Hvalur gleypir fullorðinn mann á kajak í heilu lagi – Ótrúlegt myndband

Ótrúlegt myndband birtist nýlega á netinu þar sem hvalur gleypir kajaræðara í heilu lagi!

Hvalurinn sleppir menninum þó stuttu seinna en atvikið átti sér stað þegar hópur kajakræðara naut lífsins og slakaði á úti á opnu hafi.

Það sem átti að vera venjulegur róður breyttist í martröð fyrir einn þeirra en atvikið átti sér stað undan strönd Chile.

Kajakræðarinn, sem lifði atvikið af, lýsir því hvernig hann í fyrstu hélt að hann hefði dáið. „Ég hélt að hvalurinn hefði gleypt mig og að þetta væri búið,“ sagði hann í viðtali.

Hann útskýrði að hópurinn hafði verið að ræða um háhyrninga skömmu áður, sem gerði að verkum að hann taldi sig hafa lent í munni þeirra.

Þegar hann komst loks aftur upp á yfirborðið áttaði hann sig á því að hvalurinn hafði líklega ekki ætlað sér að skaða hann.

„Kannski var þetta af forvitni eða eins konar samskipti,“ bætti hann við.

Sérfræðingar benda á að þó að svona atvik séu afar sjaldgæf þá geta stórhveli verið forvitin og kannað hluti í umhverfi sínu með munninum.

Engin meiðsli urðu á kajakræðaranum en hann mun vafalaust muna eftir þessari ótrúlegu reynslu alla ævi.

Hægt er að sjá myndbandið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing