Veður spáin á Austurlandi lítur ekki vel út og eru því fólka á Austurlandi kvatt til þess að kjósa sem fyrst og hefur verið brugðist við með því að fjölga utankjörstöðum og opnunartíminn verið lengdur hjá sýslumanni. Fólk í sveitum sem gæti átt erfitt með að komast á kjörstað er sérstaklega hvatt til að kjósa utan kjörfundar.
„Við gerum ráð fyrir því að munum gera allt sem við getum til þess að auðvelda fólki að komast um. En það sem við leggjum mikla áherslu á er að í ljósi þessarar óvissu að fólk nýti sér þennan möguleika að greiða atkvæði undan kjörfundar.“ sagði Björn Ingimarsson sveitarstjóri í samtali við RÚV.
Þó bændur séu margir vel bílandi hvetur Björn sveitarstjóri Múlaþings fólk til að nýta utankjörfund frekar en að hætta á vandræði á kjördag.
„Því að eins og er núna er bara fínasta veður. Og frekar en að lenda í því að lenda í vandræðum þegar kemur að kjördegi. Við höfum daginn í dag og við höfum daginn á morgun. Og ég vil bara koma því að framfæri við okkar íbúa að þeir nýti sér þennan möguleika.“