Hvíta húsið hefur gefið út yfirlýsingu sem er vægast sagt harðorð en þar er því haldið fram að svokallaðar „griðarborgir“ hindri brottvísanir hættulegra glæpamanna sem einnig eru ólöglegir innflytjendur.
Sanctuary city (griðarborg) eru borgir í Bandaríkjunum sem takmarka samvinnu við ríkisstjórnina varðandi innflytjendamál.
Þetta þýðir að borgaryfirvöld neita oft að aðstoða við handtöku eða brottvísun ólöglegra innflytjenda, jafnvel þótt þeir hafi framið glæpi.
Stefna þessara borga er oft rökstudd með því að hún auki traust innflytjenda á lögregluna og geri samfélög öruggari.
Andstæðingar segja hins vegar að þetta skapi skjól fyrir hættulega glæpamenn.
Að sögn stjórnvalda undir forystu Donalds Trump forseta hefur ICE gripið til aðgerða gegn glæpamönnum í þessum borgum en stjórnmálamenn á staðnum standi í vegi fyrir lögregluaðgerðum.
Handtóku menn sem gengu lausir þrátt fyrir að vera sakfelldir
Samkvæmt Hvíta húsinu hafa eftirtaldir aðilar verið handteknir:
Í Saint Paul, Minnesota:
• Súdanískur ríkisborgari dæmdur fyrir nauðgun á barni yngra en 13 ára.
• Mexíkóskur ríkisborgari dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni yngra en 14 ára.
• Maður frá Laos dæmdur fyrir vanrækslu gagnvart barni og kynferðisbrot gegn barni yngra en 13 ára.
SaksóknariMinnesota fylkis , Keith Ellison, hefur varað lögreglu við afleiðingum ef hún aðstoðar við aðgerðirnar og segir að það sé ekki hlutverk þeirra að takast á við þessa glæpamenn.
Borgarstjóri Saint Paul, Melvin Carter, hefur gagnrýnt aðgerðirnar og kallað þær „ógn við öryggi innflytjenda“.
Í Chicago, Illinois:
• Mexíkóskur ríkisborgari dæmdur fyrir ölvunarakstur sem leiddi til dauða, með brottvísunarskipun frá 2006.
• Mexíkóskur ríkisborgari dæmdur fyrir vörslu metamfetamíns með ásetning um dreifingu, með brottvísunarskipun frá 2022.
• Mexíkóskur ríkisborgari dæmdur fyrir manndráp af gáleysi.
Þingmenn í Chicago, þar á meðal Delia Ramirez og Chuy García, hafa gagnrýnt innflytjendarannsóknir og segja að „enginn ætti að þurfa að lifa í ótta við innflytjendaaðgerðir“.
Í Washington-ríki:
• Ríkisborgari frá El Salvador dæmdur fyrir nauðgun á barni yngra en 13 ára.
Ríkissaksóknari Washington, Nick Brown, hefur sagt að lögreglan á staðnum muni ekki aðstoða við að framfylgja innflytjendalögum.
Í Los Angeles, Kaliforníu:
• Mexíkóskur ríkisborgari dæmdur fyrir nauðgun, með brottvísunarskipun frá 1996.
Borgarstjóri Los Angeles, Karen Bass, hefur sagt að „enginn ætti að lifa í ótta vegna innflytjendastöðu sinnar“.
Í New York borg:
• Kínverskur ríkisborgari dæmdur fyrir morð.
Þingkonan Alexandria Ocasio-Cortez hefur hvatt ólöglega innflytjendur til að verja sig gegn innflytjendaeftirlitinu og sagði: „Ekki opna dyrnar.“
Hvíta húsið gagnrýnir stefnu „griðarborga“
Samkvæmt yfirlýsingu frá Trump-stjórninni séu borgir sem neita að vinna með innflytjendayfirvöldum að bregðast í skyldu sinni við að vernda samfélagið fyrir hættulegum glæpamönnum.
Hins vegar eru margir leiðtogar í þessum borgum ósammála og telja að innflytjendalöggjöfin eigi ekki að bitna á samfélögum þeirra.
Þessar aðgerðir og yfirlýsingar sýna mikla spennu milli ríkisstjórnarinnar og einstakra ríkja og borga um hvernig best sé að takast á við innflytjendamál í Bandaríkjunum.