Auglýsing

Indverskar konur með fjölmenn mótmæli og læknar loka allri þjónustu í landinu til að mótmæla hópnauðgun

Dr. Moumita Debnath var við vinnu á R.G. Kar háskólasjúkrahúsinu þann 9. ágúst í Kalkútta á Indlandi þegar á hana var ráðist og hún myrt eftir að hafa verið nauðgað, að því er virðist af fleiri en einum manni.

Hún var einungis 31 árs gömul og var að koma af 36 klukkustunda vakt þar sem hún hafði unnið 26 klukkustunda yfirvinnu til að hjálpa til vegna álags á spítalanum.

Samkvæmt lögreglu þar í landi tóku nokkrir nemar og læknar þátt í árásinni en einungis er búið að greina frá handtöku eins aðila en það er sjálfboðaliði sem starfaði við gæslu á spítalanum.

Gríðarlega fjölmenn og kröftug mótmæli hafa orðið vegna þessa og nýlega var haldin fjölmenn kröfuganga þar sem þess er krafist að hinir seku verði dæmdir til dauða.

Dr. Debnath fannst látin og var líkið illa farið en inni í henni fannst lífssýni úr mörgum mönnum að sögn Hindu Times.

Indverska læknasambandið hefur greint frá því að í dag, 17. ágúst muni fara fram verkfall á landsvísu þar sem engin læknaþjónustu muni verða í boði nema neyðarþjónustu og krafist er aukins öryggis fyrir heilbrigðisstarfsfólk og konur í landinu.

Risastór mótmæli fóru einni fram í Kalkútta en myndband af þeim má sjá hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing