Auglýsing

Íslendingar gera það gott á Norðurlandamótinu í blönduðum bardagaíþróttum (MMA) – Myndband

Norðurlandamótið í MMA fór fram um helgina í Danmörku og íslenska liðið for heldur betur ekki tómhent heim.

Allir íslensku keppendurnir komu úr bardagafélaginu Mjölni en Logi Geirsson gerði sér lítið fyrir og varð Norðurlandameistari í millivigt en hann sigraði Norðmanninn Vebjorn Aunet í úrslitum.

Mikael Aclipen lenti í öðru sæti í veltivigt eftir tap gegn Patrick Sandager en á heimasíðu Mjölnis er sagt að dómaraúrskurðurinn hafi þótt sérlega umdeildur og gefið í skyn að heimavöllur hafi skipt miklu þar.

Júlíus Bernsdorf lenti svo í öðru sæti í þungavigt eftir stórkostlegan bardaga gegn Dananum Jakob Dyrup en sá bardagi fór einnig í dómaraúrskurð en Dyrup var réttilega úrskurðaður sigurvegari þar.

Nútíminn óskar íslensku keppendunum til hamingju með árangurinn og mælir með bardaga Júlíusar Bernsdorfs fyrir áhugasama og er hægt að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing