Auglýsing

Íslendingur á Spáni óskaði eftir félagsskap til að æfa sig í spænsku – Sagt að fá sér vændiskonu

Umræðurnar í Facebook hópnum Íslendingar á Spáni er oft ansi líflegar og reyndar svo líflegar að ein kona segir undir þessari færslu að aldrei sé hægt að spyrja að neinu án þess að fá háðsglósur að launum.

Í þessu tilfelli óskar maður einn eftir einskonar liðveislu frá heimamanni í þeim tilgangi að æfa sig að tala spænsku og verða betri í tungumálinu.

Annar meðlimur hópsins kemur askvaðandi og segir að þarna séu fullt af konum sem myndu taka slíkt að sér á tímakaupi og að þær standi oft við hringtorgin og séu fremur léttklæddar.

Þarna þykir öðrum meðlimum hópsins augljóst að verið sé að vísa í vændiskonur á svæðinu og er ekki skemmt og kona ein segir honum til syndanna og að hann ætti að skammast sín fyrir að gefa slík ráð.

Ansi fjörugar og oft miður kurteisar umræður sköpuðust í kjölfarið og sumt ekki birtingarhæft hér, en ljóst er að ekki eiga allir Íslendingar skap saman í sólinni á Spáni en brot úr umræðunum má sjá hér að neðan.

Hér má sjá brot úr umræðunni

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing