Auglýsing

Íslensk kona í gæsluvarðhaldi á Tenerife – Réðist á tengdafjölskylduna sína

Samkvæmt frétt af Vísi.is er fertug kona í gæsluvarðhaldi á Tenerife á Spáni vegna gruns um að hafa ráðist á tengdamóður sína og mágkonu á föstudagskvöld. Vitni lýsir því að herbergi á hóteli fjölskyldunnar hafi verið þakið blóði eftir árásina.

Samkvæmt heimildum Vísis er konan enn í gæsluvarðhaldi og mál hennar verður tekið fyrir í dómi í dag. Þá verður ákveðið hvort hún verði áfram í gæsluvarðhaldi.

 

Réðist á mágkonu, tengdamóður og tengdaföður

Í gögnum frá lögreglunni á Spáni sem Vísir hefur undir höndum segir að allt hafi farið á hliðina um hálftólf á föstudagskvöld. Fjölskyldan hafi verið heima í rólegheitum þegar konan sem um ræðir hér að ofan hafi farið í uppnám af því sonur hennar var enn vakandi. Mágkona hennar hafi þá boðist til að svæfa hann og þá hafi konan ráðist á hana, hrint henni á vegg og svo á gólfið. Hún henti vínglösum í átt að konunni og tengdamóður sinni og hún réðist á tengdamóðurina þegar hún reyndi að hjálpa dóttur sinni og einnig á tengdaföðurinn þegar hann reyndi að stoppa.

Bróðir konunnar kom á vettvang og náði að róa aðstæður Hótelherbergið hafi verið allt í blóði en þá tók tengdamóðirin eftir að hún var með blæðandi sár á handleggnum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing