Auglýsing

Íslensk móðir gæti þurft að velja milli þess að hafa efni á að fara í krabbameinsmeðferð og að gefa börnunum sínum að borða

Anna Stefanía Helgudóttir, 43 ára fimm barna móðir, greindist með krabbamein í lok nóvember á síðasta ári.

Hún þurfti að gangast undir bráðaaðgerð, en í vikunni fékk hún þær fréttir að meinið hefði dreift sér og framundan er dýrt og erfitt ferli.

Anna á þrjú börn, 13, 16 og 18 ára, sem búa hjá henni en auk þess sem hún á sex stjúpbörn úr fyrra sambandi.

Hræðilegt val

Fjárhagsstaðan er erfið og framtíð hennar er óviss en hún þarf að velja milli þess að fara í kostnaðarsama krabbameinsmeðferð eða hafa efni á gefa börnunum sínum að borða.

Vinkona Önnu, Sigríður Jóhannsdóttir, hefur sett af stað söfnun fyrir hana þar sem hún biðlar til þeirra sem hafa tök á að leggja Önnu lið.

„Þetta er ógeðslega dýrt ferli og langar mig til að biðla til ykkar sem getið að leggja henni lið. Þetta er ekki tími í lífi neins til að hafa áhyggjur af fjármálum, hvort hún eigi að sleppa meðferðunum til að eiga til mat fyrir börnin sín þrjú, en samt er hún að farast úr áhyggjum,“ segir Sigríður í samtali við DV, sem sagði fyrst frá raunum Önnu.

Anna var fyrst greind með leghálskrabbamein og þurfti að gangast undir bráðaaðgerð til að fjarlægja legið.

Hefur dreift sér um líkamann

Aðgerðin átti að taka fjóra tíma en tók rúma sjö tíma þar sem fjarlægja þurfti 58 eitla.

Nýjustu fréttirnar eru þær að krabbameinið hefur dreifst í eitlana og Anna bíður nú eftir að hefja lyfjagjöf og geislameðferð.

„Anna Stefanía er kona sem er til staðar fyrir alla og hefur alltaf sett sjálfa sig í síðasta sæti. Okkar vinátta einkennist af því að við erum sálusystur,“ segir Sigríður um vinkonu sína.

Þeir sem vilja styrkja Önnu í ferlinu geta lagt inn á reikninginn hennar. Margt smátt gerir eitt stórt.

Banki : 0115 – 05 – 073388
Kennitala :1608814029
Nafnið hennar er : Anna Stefanía

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing