Þetta er náttúrulega svakalega áhugaverð frétt frá Ameríkunni og er fjallað um á Rúv.is.
Hinn íslenski hrútur Brad hefur verið „eftirlýstur“ í 3 vikur en hann stakk af þegar hann átti að skipta um heimili í Minnesota. Fyrri eigandi Brads á 15 íslenskar sauðkindur sem hann notar til ullarræktunar og þegar hann ætlaði að fara með Brad til nýs eiganda, nýtti hann tækifærið og lét sig hverfa.
Brad hafði ferðast um 64 kílómetra þegar hann fannst að lokum en hann hafði vakið mikla athygli hjá heimamönnum. Fólk var að sjá hann hér og þar og tók myndir af honum en hann var svo fangaður með notkun róandi lyfja.