Vinsældir íslensku torfærunnar fara sífellt vaxandi en í henni keyra ökumenn oft upp næstum lóðréttar hlíðar sem geta reynst jafnvel fótgangandi ófærar.
Einn íslenskur keppandi sem heitir Þór Þormar Pálsson og keppir á bílnum THOR gekk þó skrefinu lengra í þetta skiptið og gerði sér lítið fyrir keyrði alla leið upp á fjallið Kaldbak.
Teymi hans tók afrekið upp en Kaldbakur er 1.173 metra hár og þegar hann var spurður út í hvað fékk hann til að reyna þetta svaraði Þór því að honum fannst synd að eiga torfærubíl og geta ekkert nýtt hann utan keppni.
Aðrir bílar hafa keyrt upp á tind Kaldbaks en þeir fara slóða sem eru troðnir niður svo sérútbúnir bílar geti komist upp með fólk í útsýnisferðir.
Þór fer hins vegar beint upp fjallshlíðina og er næstum lygilegt að sjá upptökuna en drónar voru notaðir til að taka upp afrekið en Nútíminn er einnig með annað myndband sem tekið af jörðu niðri og sýnir betur hversu brattar brekkurnar í fjallinu eru í raun.
Hægt er að fylgjast með íslensku torfærunni á Facebook síðu torfæruáhugamanna hér en myndböndin má sjá hér fyrir neðan.