Auglýsing

Ísraelar drepa leiðtoga Hezbollah – Líkið fundið

Leiðtogi Hezbollah samtakanna, Hassan Nasrallah, féll í loftárás Ísraela á Beirút laugardaginn 28.september en það hefur nú fengist endanlega staðfest þegar lík hans fannst fyrir stuttu.

Hezbollah hafa fram að þessu neitað að staðfesta dauða leiðtogans en geta ekki lengur þrætt fyrir það eftir að lík hans fannst í rústum byggingar sem var skotmark Ísraela.

Ísraelar höfðu skipulagt aðgerðina mánuðum saman og lagt mikla vinnu í gagnasöfnun til þess að geta staðsett Nasrallah en framkvæmdu svo hárnákvæma loftárás á byrgi Hezbollah sem var grafið 20 metra niður í jörðina.

Fjöldi háttsettra meðlima samtakanna var þar á fundi en ekki er vitað hverjir aðrir féllu í árásinni.

Ísraelar hafa sagt að markmið þeirra sé að eyða Hezbollah samtökunum og að samtökin hafi ætlað að ráðast á almenna borgara í Ísrael.

Hezbollah samtökin eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök í fjölmörgum löndum en ekki þykir ólíklegt að mikil valdabarátta muni eiga sér stað til að ákveða hver verði næsti leiðtogi samtakanna en enginn augljós eftirmaður er talinn vera til staðar.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing