Varaforseti Bandaríkjanna JD Vance, hefur enn á ný gagnrýnt hvernig tjáningarfrelsið hefur verið fótum troðið í Evrópu að undanförnu.
Í þetta sinn beindi hann spjótum sínum beint að breska forsætisráðherranum, Keir Starmer, á fundi sem Starmer sat með Donald Trump forseta.
Vance lagði áherslu á að takmarkanir á tjáningu í Bretlandi og annars staðar í Evrópu hafi ekki aðeins áhrif á borgara þeirra landa heldur einnig á bandarísk tæknifyrirtæki og þar með tjáningarfrelsi Bandaríkjamanna.
We also know that there have been infringements on free speech“
„This is something we will talk about today at lunch“
Ooft! Keir Starmer is about to get a proper dressing-down from JD Vance. I wish I could be there to see it.#LISAxAlterEgo #zelena #Trump #PamBondi pic.twitter.com/O2yhSKiGvf
— Jason (@jason1Patterson) February 27, 2025
Starmer vék sér undan að svara þessari gagnrýni með beinum hætti og fullyrti einungis að málfrelsi hefði verið verndað í Bretlandi í langan tíma og þannig yrði það áfram.
Málfrelsi innan helstu máttarstólpa álfunnar er hins vegar mjög umdeilt og svo virðist sem leiðtogar Evrópu séu staðráðnir í að stíga á bensíngjöfina í þeim efnum.
Ursula von der Leyen lofar aukinni ritskoðun
Í nýlegri ræðu sinni lagði forseti Evrópusambandsins, Ursula von der Leyen, áherslu á að það væri ekki nóg að leiðrétta rangfærslur (e. debunking), heldur þyrfti að koma í veg fyrir að ákveðnar upplýsingar kæmust yfirhöfuð á framfæri með því sem hún kallar prebunking.
Hún líkti svokallaðri upplýsingaóreiðu við veiru og sagði betra að „bólusetja“ gegn henni en lækna og gaf í skyn að betra væri að slíkar upplýsingar kæmust annaðhvort aldrei í umferð og að stjórnvöld og eftirlitsaðilar ættu að ákveða fyrirfram hvaða upplýsingar almenningur fengi að sjá.
Þetta hefur vakið áhyggjur þeirra sem telja að Evrópusambandið sé að færa sig í átt að beinni og skipulagðri ritskoðun.
Freedom of speech is a virus! And censorship is a vaccine!“
Ursula von der Leyen called for “vaccinating” society against uncomfortable information . pic.twitter.com/CVFpKmzbWc— Sprinter Observer (@SprinterObserve) February 26, 2025
Gefur í skyn að ESB mun grípa inn í kosningar
Helmut Brandstätter, Evrópuþingmaður, sagði nýlega að fleiri lönd myndu fylgja fordæmi Rúmeníu, nýlegar forsetakosningar voru dæmdar ógildar eftir að frambjóðandi sem ESB skilgreinir sem óæskilegan vann kosningasigur.
Other countries will follow. We have a commission in the European Parliament for „Democracy Shield“. And we take that very seriously https://t.co/UdfbO6QeX7
— Helmut Brandstätter MdEP (@HBrandstaetter) February 26, 2025
Þetta gefur til kynna að Evrópusambandið sé reiðubúið að hafa afskipti af innanlandsmálum aðildarríkja ef niðurstöður lýðræðislegra kosninga eru ekki í takt við stefnu þess.
Brandstätter kallaði þetta „lýðræðisskjöld“ en það hefur verið túlkað sem eftirlitsaðili sem getur gripið inn í ef pólitísk þróun í ríkjum gengur í aðra átt en ráðamenn í Brussel telja æskilega.
Hótanir vegna þýsku kosninganna
Þessi afstaða var enn frekar staðfest með ummælum Ursula von der Leyen eftir þýsku kosningarnar, þar sem hún talaði um mögulegar afleiðingar ef AfD flokkurin myndi hljóta of góða kosningu og sagðist „aldrei myndu vinna með öfga hægri flokkum innan Evrópu.“
„The rise of extremist parties in Germany and beyond challenges our shared values. We must remain vigilant and use all tools at our disposal to protect democracy,“
Hún gefur þarna sterklega í skyn að lýðræði sé ekki það að fólk fái að velja sér leiðtoga, heldur að það kjósi samkvæmt „réttum“ gildum (sem ESB skilgreinir) .
Auðvelt er að túlka þetta sem hótun um að ESB gæti gripið til lagalegra, fjárhagslegra eða diplómatískra aðgerða ef kjósendur í aðildarríkjum kjósa „rangt“ eins og Ungverjaland hefur þurft að þola fyrir að neita að fylgja stefnu sambandsins í málefnum hælisleitenda..
Þetta þykir sýna skýra tilhneigingu til að takmarka lýðræðislegt sjálfstæði þjóðríkja.
Þýskaland: Fangelsi og sektir fyrir móðganir og óviðeigandi tjáningu
Til staðfestingar á þessari þróun má horfa til Þýskalands þar sem ríkið beitir nú skipulögðum lögregluaðgerðum til að refsa fyrir tjáningu á netinu.
Í umfjöllun fréttaþáttarins heimsfræga, 60 Mínútna, var fylgst með því þegar lögreglan ryðst inn á heimili einstaklinga til að gera tæki upptæk sem voru notuð til að dreifa meintum hatursáróðri.
Saksóknarar í Þýskalandi útskýrðu í viðtali við 60 Mínútur að í Þýskalandi væri ólöglegt að móðga einhvern opinberlega, sérstaklega á netinu, og að slík brot gætu leitt til hára sekta eða jafnvel fangelsisvistar.
Þýsk stjórnvöld hafa einnig sótt einstaklinga til saka fyrir einfaldar móðganir á stjórnmálamönnum.
Þýsk stjórnvöld reyndu að eltast við einstakling fyrir að kalla Ricarda Lang „feita“ á samfélagsmiðlum en þurftu á endanum að hverfa frá rannsókninni.
Ástæðan fyrir niðurfellingunni var sú að miðillinn sem hýsti spjallborðið sem notað var til að kalla hana feita neitaði kröfu lögreglunnar um að afhenda allar upplýsingar um notandann, einmitt vegna þess að miðillinn var hýstur í Bandaríkjunum þar sem málfrelsið er hærra metið.
Annar fékk lögreglu heim til sín fyrir að kalla stjórnmálamanninn Andy Grote „pimmel“ (typpi) á Twitter.
Bretland litlu skárra
Í Bretlandi er hægt að finna fjölmörg dæmi um atvik þar sem lögregla er notuð til að heimsækja fólk sem tjáir sig á netinu.
Fyrrverandi lögreglumaðurinn Harry Miller var heimsóttur af lögreglunni eftir að hafa deilt meintum „transfóbískum“ athugasemdum á Twitter.
Kate Scottow var handtekin á heimili sínu fyrir að vísa til transkonu sem „karls“ á Twitter. Hún var ákærð fyrir að valda óþægindum með rafrænum hætti. Dómari sakfelldi hana upphaflega, en síðar var dómnum hnekkt í áfrýjun.
Blaðakonan Caroline Farrow var rannsökuð af lögreglu eftir að hafa notað „rangt kyn“ um trans-ungmenni á Twitter.
Í öðru atviki var kona handtekin fyrir að vísa til transkonu sem „karls“ á netinu. Hún var handtekin fyrir framan börn sín og haldið í yfirheyrslu í sjö klukkustundir.
Joseph Kelly var ákærður fyrir að hafa sent „óviðeigandi“ tíst um dauða breska hermannsins Captain Sir Tom Moore. Hann var dæmdur í samfélagsþjónustu fyrir athugasemdina.
Afskipti lögreglu alvarlegt mál
Jafnvel þó ekki sé sakfellt í öllum tilfellum í málum sem þessum hafa yfirmenn lögreglunnar varað breska þegna beint við því að afleiðingar fylgi því að tjá sig óvarlega á samskiptamiðlum.
Þúsundir eru handteknir árlega í Englandi eftir færslur á samfélagsmiðlum og í tölum lögreglunnar í V-Yorkshire einni saman eru þúsundir slíkra mála en erfitt er að finna nákvæmar tölur yfir landið allt.
Þetta sýnir hvernig takmarkanir á málfrelsi í Evrópu eru ekki bara orðin staðreynd heldur virðast þær aukast með hverju árinu.
Með ræðum eins og þeirri sem von der Leyen flutti og yfirlýsingum frá Evrópuþingmönnum er útlit fyrir að stjórnmálamenn vilji stýra því hvaða upplýsingar almennir borgarar fái að sjá og tjá sig um.