Auglýsing

Jón og Eldur Smári ræða tíðni morða á transfólki

Í nýjasta þætti Norrænnar karlmennsku fær Jón Einarsson Þormar Pálsson til sín Eld Smára, oddvita Lýðræðisflokksins í viðtal og ræða þeir þar á meðal um tíðni morða á transfólki um heiminn. 

„Undanfarna daga hafa aktivistar reynt að sannfæra okkur um að einskonar faraldur ríki í ofbeldi og morðum á trans fólki en hvernig eru þær tölur ef raunveruleg tölfræði er skoðuð?“

 

Segir flesta myrta í Suður-Ameríku

Jón talar um grein sem hann sá um að 350 manns sem eru trans hafi verið myrt undanfarið ár. „Ég vil auðvitað taka það fram að 350 eru 350 of mörg morð,“ segir Jón og Eldur tekur undir það.

„Þegar við skoðum svo heildarfjölda morða í heiminum að þá eru þau 470 þúsund manns, sem er enginn smá fjöldi,“ segir Jón.

„Já þá færðu væntanlega út töluna sem ég fæ út á hverju einasta ári, að hlutfall transfólks sem er drepið, mun lægra en „cis“ fólks,“ segir Eldur.

Jón segist þá hafa reiknað það út að samkvæmt þessum tölum séu 0.074% fólks sem er myrt, transfólk. Eldur spyr þá hvort Jón hafi kynnt sér hversu margir af þessum myrtu hafi verið í Suður-Ameríku, en hann vill meina að flest þessarra morða hafi verið á mönnum sem stunda vændi í þessum hluta heimsins.

Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing