Í nýrri hlaðvarpsseríu á RÚV sem ber nafnið „Hvar er Jón?“ sem fjallar um hvarf Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin, í febrúar 2019.
Í þriðja þætti seríunnar kemur fram að lögreglan í Dublin hafi, í mars 2019, fundið upptöku sem þótti renna stoðum undir það að Jón hafi ekki horfið fótgangandi, heldur hafi hann verið tekinn upp í bíl á Swords Road. Þessar upplýsingar hafa aldrei komið fram fyrr en í þessum fyrrnefnda hlaðvarpsþætti „Hvar er Jón?“.
Hvarf á þremur mínútum
Fjölskylda Jóns var enn í borginni þegar upptakana fannst og voru kölluð á fund lögreglu. Myndefnið kom úr eftirlitsmyndavél í strætisvagni, sem keyrði eftir umferðargötunni Swords road og fram hjá Highfield-spítalanum. Jón sást ganga framhjá Highfield klukkan 11:12, í eftirlitsmyndavél spítalans, en þegar strætóin keyrði framhjá Highfield þremur mínútum síðar er Jón hvergi sjáanlegur.