Auglýsing

Kafbáturinn sem týndist á leiðinni niður að Titanic er fundinn – Sjáðu óhugnanlega myndina og seinustu orð áhafnarinnar

Óhætt er að segja að leitin að kafbátnum Titan hafi haldið allri heimsbyggðinni í heljargreipum í júní í fyrra en þar var á ferðinni lítill kafbátur með fimm manneskjur innanborðs sem ætluðu sér að kafa niður að Titanic til að berja flakið augum.

Einungis brak úr kafbátnum hafði fundist þar til nú en hann var sagður hafa fallið saman undan þrýstingi sjávar áður en hann komst alla leið niður að flaki Titanic.

Nú hefur bandaríska strandgæslan fundið flakið af kafbátnum og birt af honum mynd ásamt því að upplýsa um hver seinustu skilaboð áhafnarinnar voru.

„Everything is fine“ eða allt er í himnalagi, voru seinustu skilaboðin sem áhöfnin sendi frá sér en það átti aldrei eftir að heyrast í þeim framar.

David Lochridge sem starfaði áður sem öryggisfulltrúi hjá Oceangate, sem gerði út kafbátinn, var rekinn þegar hann setti út á öryggi kafbátsins en hann sagði að hann myndi aldrei hafa ferðalagið af.

Það reyndist rétt hjá Lochridge en hann segir að græðgi hafi valdið því að ekki var hlustað á viðvaranir hans.

Skilaboðin fyrrnefndu bárust af 3.346 metra dýpi en stuttu seinna féll kafbáturinn saman vegna þrýstings og allir fimm sem um borð voru létust samstundis.

Kafbáturinn kramdist undan þrýstingnum

Myndin sem strandgæslan birti var tekin af ómönnuðum, fjarstýrðum kafbáti en fyrir áhugasama er hægt að sjá myndbandið í heild sinni hér.

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing