Auglýsing

Kallaður „rugludallur“ á RÚV – RFK jr. einu skrefi nær heilbrigðisráðuneytinu

Robert F. Kennedy Jr. er kominn skrefi nær því að verða yfirmaður bandaríska heilbrigðisráðuneytisins (HHS) eftir nauman sigur í fjárlaganefnd öldungadeildarinnar.

Nefndin samþykkti með eins atkvæðis mun að senda tilnefningu hans áfram í fulla atkvæðagreiðslu í öldungadeildinni.

Lykilinn að sigri Kennedy var öldungadeildarþingmaðurinn Bill Cassidy, Repúblikani frá Louisiana og læknir að mennt, sem þrátt fyrir efasemdir um afstöðu Kennedy til bólusetninga kaus með honum.

„Ég hef átt mjög ítarleg samtöl við Bobby og Hvíta húsið um helgina og jafnvel í morgun,“ sagði Cassidy í yfirlýsingu á samfélagsmiðlinum X.

„Með alvarlegum skuldbindingum sem ég hef fengið frá stjórninni og tækifærinu til að vinna að sameiginlegum markmiðum okkar, eins og hollu fæði og bandarískri hagsmunagæslu, mun ég styðja tilnefninguna.“

Allir Demókratar í nefndinni greiddu atkvæði gegn Kennedy sem hefur verið gagnrýndur fyrir fyrri ummæli sín um bólusetningar.

Lokatölur atkvæðagreiðslunnar urðu 14-13 Kennedy í vil.

„Rugludallurinn“ Kennedy

Robert F. Kennedy yngri hefur lengi verið umdeildur og er þekktur fyrir að trúa á ýmsar samsæriskenningar samkvæmt fréttavef RÚV.

Í fréttaþættinum Heimsglugginn á RÚV var hann nýlega kallaður „rugludallur“ af fréttamanninum Boga Ágústssyni en þar er ein millifyrirsögnin „trúir öllum samsæriskenningum“.

Þar er sérstaklega tekið fram að ein þeirra hafi verið að flúor í vatni lækki greindarvísitölu fólks.

Hins vegar þurfti fréttastofa RÚV að kyngja þessari fullyrðingu þegar Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði, leiðrétti fréttastofuna og benti á að rannsóknir hefðu staðfest áhrif flúors á greindarvísitölu barna.

Una benti á að niðurstöður sem birtust í byrjun árs 2024 sýna að því hærra sem flúorgildi mælist í mæðrum, því lægri er greindarvísitala barna þeirra.

Mikilvæg atkvæðagreiðsla fram undan

Kennedy þarf nú samþykki fullrar öldungadeildar og þar mun hann þurfa stuðning nær allra Repúblikana þar sem Demókratar virðast einhuga í andstöðu sinni ráðningu hans.
Ef þrír eða færri Repúblikanar greiða atkvæði gegn honum, mun hann tryggja sér embættið.

Atkvæðagreiðslan í öldungadeildinni er á dagskrá síðar í dag.

Kennedy gekk til liðs við framboð Donald Trump með því markmiði að bæta heilsu landsmanna, með slagorðinu „Make America Healthy Again.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing