Auglýsing

Keyrði ölvaður um sprungusvæði – Þyrla kölluð til

Lögreglan á Suðurlandi tilkynnti að síðdegis á laugardag hafi þeir fengið tilkynningu um mann sem ók ölvaður um sprungusvæði við Grímsvötn.

Hafi maðurinn verið í för með öðrum ökumönnum á svæðinu og er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum um sprungusvæðið.

Eftir árangurslausar tilraunir samferðamanna til að fá manninn til að stöðva aksturinn var lögregla kölluð til.

Vegna fjarlægðar og aksturskilyrða á svæðinu fékk lögreglan aðstoð Landhelgisgæslunnar og sérsveitarmanna til að komast á svæðið.

Meðan þyrla var í flugi fékk lögreglan tilkynningu um að maðurinn hefði skilað sér til baka.

Þyrlan lenti að sögn lögreglunnar rétt norðan við Jökulheima um kl. 21:30 og var hinn ölvaði handtekinn þar og fluttur með þyrlu á lögreglustöð.

Maðurinn var látinn laus eftir skýrslutöku.

Lögregla segist líta málið alvarlegum augum vegna hættulegra aðstæðna.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing