Auglýsing

Kínverskur dýragarður reyndi að blekkja gesti með því að mála hunda eins og pandabirni

„Svo sannarlega made in china“ sagði einn gesturinn með kaldhæðnistón eftir að gestir tóku eftir að pandabirnirnir í dýragarðinum í Shanwei í Kína höguðu sér vægast sagt undarlega.

„Pöndurnar“ geltu og létu tunguna lafa útúr sér þegar þeir voru móðir og másandi og sáu gestir samstundis að þarna var ekki allt eins og það átti að vera.

Talsmenn dýragarðsins stóðu þó fastir í sínu og fullyrtu að um raunverulega pandabirni væri að ræða en eftir mikla reiði og hörku á netinu neyddust þeir til að viðurkenna sannleikann.

Þeir viðurkenndu að hafa málað hunda til að líkjast pöndunni frægu og auglýstu sem slíka til að blekkja almenning.

Mikill fjöldi gesta hafði komið sérstaklega til að sjá „pöndurnar“, en slík dýr eru mjög eftirsótt og sjaldgæf, og kröfðu næstum allir gestir dýragarðinn um endurgreiðslu.

Gestir voru hneykslaðir og móðgaðir yfir því að yfirmönnum dýragarðsins dytti í hug að þetta myndi virka til að blekkja fólk.

Það er oft talað um að kínverskar eftirlíkingar séu lélegar og ódýrar en þarna er kannski botninum náð en lesendur geta séð myndband sem einn gestur tók í spilaranum hér fyrir neðan og dæmt hvort þeir hefðu látið blekkjast.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing