Auglýsing

Kjúklingalæri í rjómasósu með beikoni og sveppum

Hráefni:

  • 4 stór úrbeinuð kjúklingalæri
  • 1 msk ólívuolía
  • salt og pipar
  • 1 tsk ítalskt krydd
  • 170 grömm sveppir skornir í sneiðar
  • 5 beikonsneiðar, skornar í bita
  • 2 1/2 dl rjómi
  • 1/8 tsk salt
  • ferskt timjan

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180 gráður. Kryddið kjúklinginn vel með salti, pipar og ítölsku kryddi, á báðum hliðum. Steikið kjúklinginn upp úr olíu á vel heitri pönnu í um 5 mín, látið skinnið snúa niður á pönnunni.
  2. Færið kjúklinginn yfir í eldfast mót, látið nú skinnið snúa upp, og inn í ofninn í um 20 mín eða þar til kjúklingurinn er eldaður alveg í gegn.
  3. Á meðan kjúklingurinn er í ofninum gerum við sósuna. Hitið olíu á pönnu og steikið sveppina þar til þeir eru farnir að brúnast örlítið og eru eldaðir í gegn. Bætið þá beikoni á pönnuna og steikið þar til það er orðið stökkt. Gott er að taka mestu fituna af pönnunni með skeið þegar beikonið er tilbúið.
  4. Bætið þá rjóma, 1/8 tsk salti, og fersku timjan á pönnuna og hitið að suðu. Lækkið þá aðeins hitann og leyfið þessu að malla rólega í um 2 mín. Smakkið til með salti og pipar.
  5. Færið ofnbakaða kjúklinginn yfir á pönunna og leyfið öllu að blandast vel saman áður en þetta er borið fram.
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing