Nútíminn sagði frá umdeildri auglýsingu flugfélagsins Play og misjöfnum viðbrögðum við henni en margir sögðust ætla að hætta að fylgja flugfélaginu á samfélagsmiðlum vegna hennar.
Ný auglýsing Play vekur gífurlega reiði – Sögð stútfull af kvenfyrirlitningu
Í auglýsingunni mátti sjá tvo hálfnakta líkama, bæði karlmanns og kvenmanns en svo eru notuð tvíræð skilaboð sem virka kynferðisleg þar til auglýsingin segir frá tilboði flugfélagsins.
En auglýsingin virðist ekki hafa fallið illa í kramið hjá öllum heldur hefur flugfélagið nú aukið fylgi sitt á Instagram um sirka 10% en áður en auglýsingarnar komu inn var flugfélagið með um 72 þúsund fylgjendur á miðlinum.
Fylgið hefur nú rokið upp í 79.100 fylgjendur en það þýðir um 7000 nýir fylgjendur á tæplega sólarhring, sem hlýtur að teljast ansi vel heppnum auglýsingaherferð.
Hvort þessi aukning í fylgjendum mun skila sér í auknum viðskiptum verður svo að koma í ljós.