Auglýsing

Kynfærakökukeppni í félagsmiðstöð vekur áhyggjur foreldra

Dagskrá félagsmiðstöðvarinnar Bústaða hefur vakið sterk viðbrögð foreldris sem fékk veður af viðburðum sem þar eru á dagskrá.

Í Instagram-auglýsingu sem var send unglingum, en ekki foreldrum, kemur fram að á næstunni verði meðal annars haldin kynfærakökukeppni og kynfæraleirsmíð í félagsmiðstöðinni.

Gunnar Dan vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni og sagðist hafa fengið skjáskot af viðburðinum og orðið undrandi á framsetningu hans.

Hann tekur fram að hann fylgist ekki með félagsmiðstöðinni á Instagram en hafi oft fengið tölvupóst með upplýsingum um atburði sem eru á dagskrá þessarar félagsmiðstöðvar en þó ekki í þetta sinn.

Kynfærakökur og leirmyndir vekja undrun

Í auglýsingu félagsmiðstöðvarinnar kemur fram að á þriðjudagskvöld verði keppt í bakstri á kökum sem skreyttar eru sem kynfæri, en myndin sem fylgir sýnir brosandi kynfæri í fullri reisn, umvafin hjörtum og glassúr.

Á föstudag stendur til að halda kynfæraleir og kakó þar sem unglingar geta mótað kynfæri úr leir.

Gunnar lýsir viðbrögðum sínum í færslunni:
„Kannski er ég bara orðinn miðaldra og ætti bara að blóta öllu í sand og ösku og hlaupa út í garð og öskra á skýin. Ég hreinlega veit það ekki. Kannski ætti ég bara að gleðjast yfir hvað allt er orðið opið og gleitt og fagna fjölbreytileikanum og þakka félagsmiðstöðinni fyrir að taka að sér óumbeðin að fræða unglinginn minn um píkur og snípa og barma og kónga og tittlinga og það á svona skapandi hátt, en satt að segja veit ég það ekki.“

Opnar spurningar um foreldrarétt og kynfræðslu

Málefnið hefur þegar vakið töluverða umræðu um hvar mörkin liggja í kynfræðslu unglinga í opinberum félagsmiðstöðvum.

Sumir fagna opinskárri nálgun á kynfræðslu en aðrir telja slíka viðburði ekki viðeigandi innan opinbers tómstundastarfs fyrir unglinga.

Ljóst er þó að dagskráin vekur bæði spurningar og deilur um hlutverk foreldra og stofnana í kynfræðslu ungs fólks.

Þegar þetta er skrifað hefur félagsmiðstöðin ekki sent frá sér opinbera yfirlýsingu um viðburðina eða um það hvort þeir hafi verið ræddir við foreldra áður en þeir voru auglýstir.

Nútíminn reyndi ítrekað að ná í félagsmiðstöðina og fulltrúa á skóla- og frístundasviði borgarinnar en enginn hjá borginni vildi taka símtal vegna málsins.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing