Enn á ný stígur hinn hámenntaði kynjafræðingur á stokk og skrifar færslu á snjáldrið sitt.
Lesendur verða að muna að kynjafræðingurinn var mjög upptekinn af menntun sinni, sem hann fékk í háskóla, þegar hann ræddi við Frosta Logason í samtalsþætti. Ekki ósjaldan sem hann minntist á háskólamenntun sína.
Nú eru það femínistar sem hafa aðra skoðun og vinnubrögð en hann sjálfur sem fá orð í eyra. Hann kallar þá kósífemínista.
„Femínistar sem fylgja skoðunum kynjafræðingsins eru til trafala fyrir raunveruleg baráttumál kvenna í dag sem hafa breyst frá því sem áður var“
Fróðlegt að skoða hugmyndirnar sem hann setur fram.
Einkenni kósífemínista
Þorsteinn bendir á nokkur einkenni sem hann telur einkenna kósífemínista:
• Styðja femínisma almennt, en hætta því þegar umdeild mál koma upp. Svei mér þá, held að hann hafi eitthvað til síns máls. Sjá má femínista hlaupa undir pilsfald trans hreyfinga þegar réttindi kvenna og stúlkna eru rædd. Skiptir þá engu hvort það eru lögin um kynrænt sjálfræði, einkarýmin eða íþróttirnar. Hér eru um umdeild mál að ræða þar sem réttindi kvenna eru svínbeygð.
• Forðast að taka frumkvæði í því að benda á misrétti nema það sé vinsælt. Enn rétt hjá honum, þetta á bara við róttæka en ekki hófsama femínista. Þegar umdeild efni koma upp s.s. íþróttaiðkun karla í kvennaflokkum, heyrist ekki hljóð úr horni frá róttækum femínistum til stuðnings stúlkum. Það er ekki vinsælt hjá vókinu að benda á misréttið sem konur verða fyrir og enn síður að taka afstöðu með konum og stúlkum. Það er ekki vinsælt.
• Reyna að miðla málum í stað þess að taka afstöðu, oft til að forðast neikvæða athygli. Já, Þorsteinn hittir í mark. Engir femínistar, hvorki kósí eða róttækir, hafa tekið upp hanskan fyrir börn vegna klámvæðingar í skólum og skólabókum. Hvað þá að þeir látið í sér heyra þegar hinsegin fræðin fljóta inn í skólakerfið til að rugla börn í ríminu. Slík samstaða kvenna, róttækra femínista, til að vernda börnin gæti skapað neikvæða athygli.
• Samþykkja gagnrýnislaust orðræðu sem talar um femínista sem öfgahóp. Raunsýnir einstaklingar þarna á ferð. Margir femínistahópar eru öfgahópar og þarf bara að nefna einn, Öfga sem fór um samfélagið eins og eitruð naðra um allt. Það vill svo til að femínistar eiga drengi og þegar farið er um samfélagið til að tala drengi niður þá eru hógværir eða kósífemínistar ekki hlynntir slíku öfga orðfæri.
• Hafa forréttindi en leggja ekkert í hættu til að styðja jafnréttisbaráttuna. Satt segir þú. Sem dæmi Kvennréttindafélag Íslands sem hefur mokað inn seðlum frá ríkinu, m.a. Svandísi Svavarsdóttur er gott dæmi. Sama má segja um Kvennréttindafélagið í Danaveldi. Nei þessar konur leggja ekki út í jafnréttisbaráttuna fyrir konur sem skiptir máli, s.s. öryggi og réttindi á íþróttavellinum.
Ekki berjast þeir fyrir einkarýmum eða orðum sem tilheyra konum. Þær eru fastar í kolrugluðum hugmyndum hins segin hreyfinga, engri konu til gagns. Kvennréttindafélag Íslands kom orðum kvenna ekki til hjálpar þegar þáverandi heilbrigðisráðherra sett inn ,,leghafi“ í stað orðsins kona í lög. Sýnir að þess konar femínistar eru einskis virði fyrir baráttu kvenna.
• Njóta góðs af „femínískri“ ímynd án þess að leggja neitt raunverulegt af mörkum. Hvað er feminísk ímynd. Upphugsuð ímynd af femínista er að mestu horfin. Þeir sem samfélagið kallar femínista eru horfnir inn í kengruglaða baráttu um kyn og upplifun af kyni. Þar af leiðandi leggja þeir ekkert að mörkum til samfélagsins í raunverulegri kvennabaráttu.
• Aðgreina sig frá róttækari femínistum og vilja frekar vera „hófstilltir“. Ekkert að því að vera hófstilltur femínisti. Þessir róttæku hafa sýnt í verki að það er ekki nokkur leið að fylgja þeim vegna brenglaðra sýn á kyn, s.s. að karl geti verið kona og karl geti fætt barn.
• Telja sig fórnfúsar hetjur sem konur ættu að þakka fyrir stuðning sinn. Konum sem berjast raunverulega fyrir konur, ekki kynjarugli eins og róttækir femínistar, má þakka fyrir baráttu þeirra. Hins vegar á að fordæma róttæka femínista sem hafa ekki réttindi kvenna að leiðarljósi í ruglaðri kynjaveröld. Þess vegna bera að þakka stuðning þeirra réttsýnu og hófstilltu femínista sem veit hvað kona er.
• Trúa því að þeir geri gagn þegar þeir í raun grafa undan baráttunni. Nú varð þér fótaskortur á tungunni. Hófstilltir femínistar gera gagn, þeir grafa ekki undan baráttunni eins og þeir róttæku. Þó þær hafi ekki eins hátt og þeir róttæku þá mjakast baráttan, dropinn holar steinn. Það má sjá í Danmörku, Svíþjóð, Ástralíu, USA og Bretlandi. Femínistar sem eru hér á ferð er umhugað um kvenkynið, orð þeirra og stöðu konunnar og hafa látið til sín taka.
Af sem áður var
Hins vegar má benda kynjafræðingnum á, að enn á ný heyja raunverulegir femínistar, kannski hófstilltir, baráttu um einkarými kvenna, orð, íþróttir, lagasetningar og undan ágengni karla sem telja sig konur.
Femínistar sem fylgja skoðunum kynjafræðingsins eru til trafala fyrir raunveruleg baráttumál kvenna í dag sem hafa breyst frá því sem áður var.
Helga Dögg Sverrisdóttir
M.Sc. M.Ed. B.Ed. og sjúkraliði.