Auglýsing

Lögmannastofa Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur malar gull á flóttamönnum og hælisleitendum

Magnús Davíð Norðdahl er borgarfulltrúi Pírata í Reykjavík en hann er einnig fulltrúi flokksins í velferðarráði, mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði og stjórn Félagsbústaða.

Hlutverk velferðarráðs, samkvæmt heimasíðu Reykjavíkurborgar er eftirfarandi:
„Velferðarráð fer með verkefni félagsmálanefndar og húsnæðisnefndar. Velferðarráð skal móta stefnu í velferðarþjónustu, svo sem félags-, heilbrigðis-, húsnæðis- og öldrunarmálum, taka ákvarðanir og gera tillögur til borgarráðs um verksvið þess.”

Það þýðir með öðrum orðum að Velferðarráð sér um að móta og samþykkja stefnur sem snúa að flestum félagslegum málefnum.

Lögmannastofan sem malar gull

Magnús er einnig eigandi þriðjungshluts í lögfræðistofunni Norðdahl, Narfi & Silva ehf. en stofan hefur annast verkefni fyrir Útlendingastofnun.

Eigendur Lögmannastofunnar

Morgunblaðið hefur áður vakið athygli á mögulegu vanhæfi Magnúsar og sagði frá fyrirspurn borgarfulltrúa sjálfstæðisflokksins sem spurði um mögulega vanhæfni Magnúsar.
„Líkt og fram kom í fjölmiðlum í gær, 20. september, er það áhyggjuefni að borgarfulltrúinn Magnús Davíð Norðdahl, formaður mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs og nefndarmaður í velferðarráði, hafi leitast við að dylja hagsmuni sína í málefnum flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að geta þess í engu að hann sé launaður fyrirsvarsmaður fólks í þeirri stöðu. Borgarfulltrúinn getur trauðla setið í þeim tveim ráðum Reykjavíkurborgar sem fjalla hvað mest um málefni þess fólks.”

Davíð Norðdahl, formaður mannréttinda- og ofbeldisvarnarráðs og nefndarmaður í velferðarráði, hafi leitast við að dylja hagsmuni sína í málefnum flóttafólks.

Í niðurstöðu skrifstofu borgarstjórnar kom fram að Magnús teldist ekki vanhæfur en beri þó að gæta að hæfi sínu vegna mögulegra tengsla við mál sem ráðin komi að.

Hagsmunaskráningu vantaði

Þegar þarna var komið sögu vantaði einnig hagsmunaskráningu Magnúsar en það hefur nú verið uppfært og er áðurnefnd stofa, Norðdahl, Narfi & Silva ehf. nú skráð hjá Magnúsi.

Eins og sést er hagsmunaskráning Magnúsar nú rétt

Nýlegar tölur frá Útlendingastofnun um fjármagn sem stofnunin hefur varið til lögfræðinga fyrstu fimm mánuði ársins sýna að stofnunin hefur eytt samtals tæpum 264 milljónum í kostnað vegna lögmanna.

Stofa Magnúsar er laangefst á listanum

Langefst á þessum lista er stofan sem Magnús er þriðjungseigandi í en Norðdahl, Narfi & Silva ehf. hafa fengið 34 milljónir frá Útlendingarstofnun á fyrstu fimm mánuðum ársins.

Næstu tvær stofur þar á eftir hafa fengið tæpar 15 milljónir og svo rúmar 13 milljónir í sinn hlut en það eru stofurnar Málsvari slf. og Cicero lögmannastofa ehf.

Athygli vekur að eigandi Málsvara er Hilmar Garðars Þorsteinsson sem hefur jafnframt starfað í þágu foreldrajafnréttis og er skv. heimildum Nútímans í stjórn Foreldajafnréttis. Foreldrajafnrétti er félag sem einkum berst fyrir rétti barna til að þekkja og umgangast báða foreldra sína.

Starfað beggja megin borðsins lengi

Lögmannastofa Magnúsar þiggur því sem nemur rétt tæpar sjö milljónir á mánuði frá Útlendingastofnun meðfram setu Magnúsar í borgarstjórn, velferðarráði og stjórn Félagsbústaða.

Morgunblaðið sagði áður frá því að störf hans fyrir borgina hafi verið gagnrýnd töluvert vegna þess að ekki fari vel á því að maður sem hafi beina fjárhagslega hagsmuni af hagsmunagæslu fyrir hælisleitendur sé á sama tíma að beita sér hjá hinu opinbera fyrir málum sama hóps.

Það er illa geymt leyndarmál hjá lögmannastofum að það er ekki óalgengt að stofur skiptist á að rukka fyrir ákveðin störf svo vissar tölur veki ekki of mikla athygli svo mögulegt er að þessar tölur séu jafnvel enn hærri í raun en um það er alls ekki hægt að fullyrða.

Velta lögmannastofu Magnúsar, sem starfar við málefni sem hann tekur beinan þátt í að móta stefnur fyrir og taka mikilvægar ákvarðanir um, hefur aukist en engar fregnir hafa borist af því hvort Reykjavíkurborg hyggist endurmeta hæfni hans.

Passaði ekki við stefnuskrá flokksins

Í stefnu flokks Pírata segir meðal annars:

„Píratar telja gagnsæi eiga mikilvægan þátt í að almenningur sé upplýstur og þar af leiðandi hæfur til lýðræðislegrar ákvörðunartöku.

Upplýsingar eiga að vera aðgengilegar almenningi.

Upplýsingar skulu vera aðgengilegar á opnum gagnasniðum, á því formi sem er hentugast upp á notagildi upplýsinganna.“

Vegna þessarar stefnu er vert að geta þess að þegar Morgunblaðið spurðist fyrir var Magnús ekki með hagmunaskrá sína rétta og vantaði þar lögmannastofuna en þó skal ítreka að hún hefur nú verið uppfærð.

7 milljónir á mánuði ekki verulegir hagsmunir

Í frétt Morgunblaðsins frá því í janúar svaraði Reykjavíkurborg því að hagsmunir Magnúsar af lögmannsstörfum í málefnum flóttamanna teldust ekki verulegir hagsmunir fyrir hann og því sé hann hæfur til að sinna málum sem tengist málaflokknum í launuð starfi sem borgarfulltrúi. Nú hefur komið í ljós að lögmannsstofa Magnúsar hefur, líkt og fyrr sagði, um 7 milljónir króna á mánuði í tekjur af málaflokknum einum saman.

 

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing