Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér tilkynningu þar sem fólk er beðið um að hafa augun opin fyrir hjólaþjófum.
Í tilkynningu lögreglunnar segir að með hlýnandi veðri séu fleiri að draga fram hjól sín, hvort sem um ræðir reiðhjól eða rafmagnshjól í dýrari kantinum.
Lögregla segir frá að þeir séu því miður að fá tilkynningar þar sem þjófar hafi jafnvel farið inn í reiðhjólageymslur fjölbýlishúsa og klippta á lása á reiðhjólum og stela þeim.
Þeir taka þó fram að ekki sé um faraldur að ræða heldur fáein tilvik, en hvetja fólk engu að síður til að fara varlega og vera á varðbergi.
Lögregla bætir svo við að verði fólk vart við slíka ógæfumenn að vinsamlegast tilkynna þá til lögreglu í síma 112.