Lögreglan á Suðurnesjum setti fram óvenjulega beiðni til íbúa á Facebook síðu lögreglunnar í gærkvöldi.
Þar eru íbúar beðnir um að spara alls ekki heita vatnið og í raun reyna að nota sem mest af því þar sem það veldur því að þannig helst góður þrýstingur á lögninni.
Lögreglan segir ástæðuna vera að lögnin sé grafin í jörðu og með þessu standi vonir til að vel takist að kæla lögnina ef til þess kemur.
Þannig séu auknar líkur á að hún haldi ef hraun flæðir yfir hana.