Lögreglan á Norðurlandi vestra segir í tilkynningu að ákveðin hegðun virðist vera að festast í sessi hjá ungmennum.
Hegðunin felst samkvæmt lögreglu, í því að sparka „létt“ í næsta mann, hrinda og jafnvel slá og allt svo sett fram eins og um grín sé að ræða.
Lögreglan segir það mat sitt að þetta sé merki um slæma þróun í samskiptum ungmenna og ræðir við ungmennin um að slík hegðun ýti under það sem þeir kalla normalíseringu ofbeldis.
Einnig er sagt frá því í tilkynningu lögreglu að fræðsla um ofbeldi í nánum samböndum hafi farið fram fyrir starfsfólk HSN á Sauðárkróki.
Fyrir neðan er hægt að sjá tilkynningu lögreglunnar í heild sinni.