Á heimsmeistaramótinu í snóker sem haldið var í Sheffield á England þann 20. Apríl, var verið að taka viðtal við Stephen Hendry sem er sjöfaldur heimsmeistari í greininni.
Undarlegt atvik sést í bakgrunni þar sem maður einn hallar sér að ungum dreng og byrjar að narta í eyrað á honum.
Drengurinn virðist ekki kippa sér mikið upp við athæfið og byrjar að veifa þegar hann sér myndavélina beinast að honum.
Maðurinn hættir athæfinu þegar hann sér myndavélina og brosir og veifar.
Margir hafa gert athugasemdir við hegðun mannsins og sagt hana mjög óviðeigandi.
Aðilinn sem setur myndbandið inn segist hafa sent það til lögreglunnar í Sheffield á Englandi þar sem mótið átti sér stað en engar upplýsingar hafa borist frá þeim um stöðu málsins.
Ekki er vitað um tengsl mannsins og drengsins.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan og biðst Nútíminn velvirðingar á texta sem myndbandseigandi hafði sett inn á myndina og gæti þótt óviðeigandi.