Hinn 94 ára gamli Jerry Wartski missti foreldra sína í útrýmingarbúðunum í Auschwitz en hann var sendur þangað sjálfur er hann var einungis 9 ára gamall.
Wartski sýndi fanganúmerið sitt sem flúrað var á þá sem settir voru í útrýmingarbúðir nasista í tveggja mínútna löngu myndbandi sem kosningateymi Trump hefur deilt á samfélagsmiðlum.
Wartski segir vita meira um þann hrylling sem fólk þurfti að þola undir Hitler en Kamala Harris gæti lært á þúsund æviskeiðum.
Hann segir Hitler vera ábyrgan fyrir að hafa myrt meirihluta stórfjölskyldu sinnar og samanburðurinn við Hitler sé það ósmekklegasta sem hann hafi heyrt á þeim 75 árum sem hann hefur búið í Bandaríkjunum.
Hann gengur svo enn lengra og krefur Harris um afsökunarbeiðni fyrir hönd foreldra sinna og allra þeirra sem myrtir voru undir ógnarstjórn nasista.
Wartski er mikils metinn í samfélagi gyðinga í Bandaríkjunum og er líklega ekki að fara að greiða Harris sitt atkvæði.
Auschwitz Survivor, Jerry Wartski: “I know more about Hitler than Kamala will ever know in a thousand lifetimes. For her to accuse President Trump of being like Hitler is the worst thing I’ve ever heard in my 75 years of living in the United States.“ pic.twitter.com/KXwCr9Gz8L
— Dan Scavino Jr.🇺🇸🦅 (@DanScavino) October 25, 2024