Youtube rásin Gabrielfisher hefur birt frábær myndbönd af hlutum tengdum sjónmennsku oft við strendur Íslands.
Gabriel birtir myndband úr GoPro vél sem hann var með á höfðinu sem sýnir á afar skemmtilegan hátt vinnubrögð um borð í slíkum fiskibát og sjaldgæft er að fá að sjá svona vinnu frá algjöru sjónarhorni sjómannsins.
Ekki kemur fram um hvað bát er að ræða eða nákvæmlega hvar verið er að róa en tekið er fram að verið sé að fara í fyrsta túr eftir þriggja mánaða sumarfrí.
INNSKOT: Nútímanum barst sú ábending að þetta væri Benni Sæm, dragnótarbátur frá Grindavík.
Myndbönd Gabriels fá flest tugþúsundir áhorfa enda ekki oft sem áhorfandinn getur fengið hættuna og hörkuna svona beint í æð.
Fyrir þá sem vilja horfa á myndbandið er hægt að gera það í spilaranum hér fyrir neðan.