Áhöfnin á togaranum Björgu EA framkvæmdi skemmtilegan gjörning um helgina er þeir tóku sig til og teiknuðu líklega stærsta jólatré sögunnar á sjókort er þeir voru á heimleið.
Akureyri.net sagði fyrst frá þessu en á síðu þeirra segir að yfirvélstjórinn, Kjartan Vilbergsson, hafi fengið þessa skemmtilegu hugmynd og að allir viðstaddir hafi tekið undir.
Tréð er 4.678 metra hátt og 5.346 metra breitt og tók um tvær og hálfa klukkustund að búa það til.
Á einni myndinni má sjá Grímsey og þannig er auðvelt að sjá stærðina á jólatrénu sem skipverjar á Björgu bjuggu til og komu svo sannarlega með jólaandann af sjónum.