Auglýsing

“Mér er hótað fjögurra ára fangelsi ef ég held áfram að skipta mér af þessu máli”

Hallur Hallsson byrjar Facebook pistil sinn á að segja frá því að hann hafi verið kallaður í yfirheyrslu af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sakaður um umsáturs-einelti. Hann segir að ástæðan sé sú að hann hafi ítrekað flutt fréttir af máli sem hann kallar „fósturvísamálið“.

Hann segir að á árunum 2008-2010 hafi hjón frá Akureyri, Gunnar Árnason og Hlédís Sveinsdóttir, gengist undir tæknifrjóvgun og fósturvísum þeirra hafi verið stolið. Hann segir einnig að á fjórða þúsund innbrota hafi verið framin í sjúkraskrár þeirra hjóna.
„Hjónin telja að ellefu líf-börn þeirra alsystkin hafi fæðst útfrá fósturvísum sínum. Aðeins tekur örfáar mínútur að fá úr skorið.“

Hallur segir tvo lögreglumenn að sunnan (Reykjavík) hafa komið til að yfirheyra sig og segist ásakaður um að hafa stundað umsátur frá Akureyri. Hann skilji engan veginn hvernig það geti staðist.
„Ég mun gera mitt besta til að útskýra fyrir “svörtu-maríu“ hvernig Art Medica/LivioAB stal fósturvísunum nítján og afhenti hinum ríku og voldugu.“

Hallur segir að í staðinn fyrir að ofsækja sig ættu hin seku að fá makleg málagjöld og segir þetta stærsta hneykslismál Íslandssögunnar. Hann fullyrðir að hjónin Gunnar og Hlédís hafi krafist DNA-rannsókna vegna 11 barna sem þau telja líf-börn sín en þau mæti ítrekað mótspyrnu gegn slíku.
„Ættfeðurnir sem að baki standa og ábyrgð bera á öllu þessu ofbeldi eru: Katrín Jakobsdóttir, Davíð Oddsson, Dagur B. Eggertsson, Kári Stefánsson, Björgólfur Björgólfsson og Sigurður Gísli Pálmason,“ segir Hallur í færslu sinni.

Hallur fullyrðir að ekkert í lögum um umsáturs-einelti eigi við um hann og það sem hann hefur verið að gera með að flytja fréttir af málinu og að einungis sé verið að hefta málfrelsi með þessum aðgerðum gegn honum.

Hann nafngreinir einnig lögmann sem lagt hefur fram kæruna gegn honum.
„Lögmaður að nafni Eva Bryndís Helgadóttir á LMG lögmönnum hefur lagt fram kæruna en hún mun jafnframt lögmaður LivioAB í hinni útlendu eigu. Lögregla neitar að upplýsa kæruatriði og hverjir standa að baki kærunni en ég mun upplýsa ykkur. Eva Bryndís á sæti í viðskiptaráði þar sem þeim er vel kunnugt um fósturvísamálið.“

Hallur heitir því að halda áfram að flytja fréttir af málinu, sem hann segir vera stærsta hneykslismál Íslandssögunnar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing