Auglýsing

Miklar áhyggjur af rísandi rasisma í Þýskalandi vegna myndbands af syngjandi ungmennum

Myndband af syngjandi ungu fólki í Þýskalandi fer nú sem eldur í sinu um veraldarvefinn. Ástæðan er ekki lagið sjálft en það er eftir vinsælan ítalskan plötusnúð heldur er textinn það sem vekur athygli.

Þau syngja á þýsku „Ausländer raus“ sem myndi þýðast á íslensku sem útlendinga burt.

Fyrstu myndbönd af ungu fólki syngja lagið voru frá næturklúbbum í Þýskalandi en það sem nýlega gerði allt vitlaust í Þýskalandi er af ungu fólki að skemmta sér á Sylt eyju þar sem þau syngja lagið saman.

Þykir söngurinn vera merki um rísandi útlendingaandúð í landinu og hættulegt að ungt fólk skuli vera að syngja það.

Málið er litið alvarlegum augum í Þýskalandi og er búið að bera kennsl á einhver ungmennin í myndbandinu og opinbera nöfn og heimilisföng þeirra vegna málsins. Samkvæmt sumum heimildum hafa sum þeirra þegar verið rekin úr störfum sínum en samkvæmt öðrum hafa þau öll þurft að þola uppsagnir vegna málsins.

Jafnvel kanslari Þýskalands, Olaf Scholz, hefur fordæmt gjörðir ungmennanna er er lögreglan nú að rannsaka málið.

Á öðrum síðum er talað um að lagið sé orðið einhverskonar tákn þeirra Þjóðverja sem vilji að harðar sé tekið á innflytjendamálum þar í landi og að það sé nú sungið af bæði ríkum og fátækum og byrjað sé að tala um „bannaða lagið“

Sjá má myndbandið af ungmennunum hér fyrir neðan.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing