Elon Musk hefur vakið athygli á málinu í nýrri færslu á X þar sem hann heldur því fram að alríkisstofnunin FEMA (Federal Emergency Management Agency) hafi sent 59 milljónir dala síðustu viku til að greiða fyrir lúxushótel í New York fyrir ólöglega innflytjendur.
Musk vitnar í gögn frá DOGE teyminu og segir að þessi ráðstöfun brjóti lög og feli í sér „alvarlega óhlýðni við forsetatilskipun.“
Hann bendir á að fjármunir FEMA séu ætlaðir bandarískum ríkisborgurum sem þurfa neyðaraðstoð vegna hamfara en séu þess í stað notaðir til að fjármagna dýra gistingu og uppihald fyrir ólöglega innflytjendur.
„Að senda þetta fé var brot á lögum og gróf óhlýðni við forsetatilskipun. Krafa verður lögð fram í dag til að fá þessa fjármuni til baka,“ segir í færslu Musk.
Vísar Musk þarna í tilskipun Trump þar sem lagt var bann við allri eyðslu í ólöglega innflytjendur.
Málið hefur þegar vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum og gæti orðið pólitískt hitamál á næstu dögum.
The @DOGE team just discovered that FEMA sent $59M LAST WEEK to luxury hotels in New York City to house illegal migrants.
Sending this money violated the law and is in gross insubordination to the President’s executive order.
That money is meant for American disaster relief…
— Elon Musk (@elonmusk) February 10, 2025