Bonnie Blue vakti heimsathygli eftir að hún hélt því fram að hafa sett heimsmet með því að stunda kynlíf með 1.057 körlum á 12 klukkustundum.
Nú er hópreiðin aftur komin í sviðsljósið en að þessu sinni er athyglin þó á óvæntan atburð sem tengist 19 ára gömlum manni sem reyndi að taka þátt í viðburðinum umdeilda.
Í myndskeiðum sem hafa farið á flug á samfélagsmiðlum sjást karlmenn standa í röð fyrir utan húsnæði og bíða þar eftir að taka þátt í kynlífsmaraþoni OnlyFans stjörnunnar.
Móðir eins þeirra birtist á staðnum í leit að syni sínum.
Reið móðir sættir sig ekki við nei
Í myndskeiðinu má sjá móðurina ganga upp að röðinni og krefjast þess að fá að vita hvar sonur hennar er.
Í bakgrunni heyrist einhver segja að hann sé á leiðinni út.
Augljóslega óánægð og óróleg bíður hún eftir að sonur hennar yfirgefi staðinn.
Þegar hún er spurð um aldur sonar síns svarar hún: „Hann er 19 ára.“ Þegar biðin verður of löng missir hún þolinmæðina og hótar að kalla til lögreglu.
„Þú verður að hlusta á mig. Ég vil að hann komi út, annars kalla ég á lögregluna,“ segir hún ákveðin og bætir við að hún „sé ekki að grínast.“
Sonurinn yfirgefur staðinn
Í öðru myndskeiði sést móðirin segja syni sínum að klæða sig í jakka og fylgja sér út.
Að lokum kemur ungi maðurinn fram og fylgir móður sinni niðurlútur niður stigann.
Líklega ekki hans stoltasta augnablik.
Viðbrögð á samfélagsmiðlum
Atvikið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem margir hafa lýst bæði furðu og aðdáun á móðurinni fyrir að grípa inn í aðstæður sem hún taldi óviðeigandi.
Þó atvikið sé í almennt séð spaugilegt hefur það einnig vakið upp spurningar um þátttöku ungs fólks í umdeildum viðburðum á borð við þann sem Bonnie Blue skipulagði.
Það mættu fleiri vera jafn heppnir með móður og þessi ungi maður!
Myndskeiðin má sjá hér fyrir neðan.
this mom pulled up to Bonnie Blue’s event to take her son home 😭 pic.twitter.com/jb6S5120J3
— FearBuck (@FearedBuck) January 21, 2025
Getting turfed out of a Bonnie blue Meet n Jeet by your birth mother has to be an all time low 🫠 pic.twitter.com/NhTUln8PCL
— SP (@sspencerukk) January 21, 2025