Tommy Robins er mörgum kunnur en hann er einn þekktasti aðgerðasinni Bretlandseyja og hefur lengi talað gegn óheftum innflutningi til Bretlands og er sá sem átti stærstan þátt í að upplýsa breskan almenning um hin svokölluðu „grooming gangs“ á Englandi.
Þessir glæpahópar stunduðu að tæla til sín ungar stúlkur og selja þær síðan í kynlífsþjónustu en þær voru margar hverjar mjög ungar og fjölmörg dæmi um stúlkur undir 10 ára aldri sem lentu í þessum hópum.
Robinson heldur því enn fram í dag að eina ástæðan fyrir að lögreglan hafi litið framhjá mansalinu var vegna þess að hóparnir sem það stunduðu voru langflestir samsettir af mönnum sem komu frá Mið-Austurlöndum.
Friðsamleg samkoma
Robinson hafði skipulagt samkomu sem fram fór laugardaginn 27. júlí og að hans sögn fór mætingin fram úr öllum væntingum en þegar fjölmennast var er talið að milli 100 og 170 þúsund manns á öllum aldri hafi verið samankomnir.
Markmiðið með samkomunni hafi verið að mótmæla dugleysi stjórnvalda í innflytjendamálum, hækkandi glæpatíðni og árásum á bresk gildi.
„Sýnum þeim hvernig bresk séntilmenni mótmæla“
Samkoman fór friðsamlega fram enda hafði Robinson verið duglegur að nota samfélagsmiðilinn X til að segja fólki að ef það ætlaði sér að vera með ofbeldi væri það ekki velkomið enda væri þetta einstakt tækifæri fyrir þjóðernissinna að „sýna hvernig bresk séntilmenni mótmæla.“
Þó voru sett upp mótmæli gegn samkomunni af öðrum aðilum sem vildu mótmæla kynþáttafordómum sem þau sögðu sér eiga stað með samkomunni og þeir mótmælendur mættu á endanum en lögreglu tókst að hafa góða stjórn á ástandinu enda var viðbúnaður þeirra mikill.
Bannaða heimildarmyndin
Boðið var upp á ýmiss konar skemmtiatriði á samkomunni og voru tónlistaratriði í boði ásamt ræðuhöldum en það sem mörgum þótti hápunktur atriðanna var þegar Robinson sýndi heimildarmynd sína, SILENCED.
SILENCED er mynd er bönnuð er í Bretlandi en Robinson segir að hann búist við að fá allt að tveggja ára fangelsisvist fyrir að sýna myndina opinberlega en sé tilbúinn að færa þá fórn en hægt er að horfa á myndina hér fyrir áhugasama.
Lögreglan hefur þegar sagt að hún muni rannsaka sýningu myndarinnar en að hún hafi ekki vitað að til stóð að sýna hana á samkomunni.
Myndinni hefur verið deilt um samfélagsmiðilinn X af mönnum eins og Jordan Peterson, Tate bræðrunum, Gad Saad, Elon Musk og fleirum.
Robinson segist þakklátur fyrir stuðninginn sem honum var sýndur á samkomunni og segist hvergi nærri hættur.
Hægt er að sjá myndband af skrúðgöngunni í spilaranum fyrir neðan.
100,000 turn out in London . Britain is rising https://t.co/ORERtYxfJW
— Tommy Robinson 🇬🇧 (@TRobinsonNewEra) July 27, 2024