Elon Musk hélt stutta en áhrifamikla ræðu yfir bandarísku ríkisstjórninni þar sem hann útskýrði nauðsyn þess að stjórnvöld grípi til niðurskurðar í ríkisútgjöldum.
Musk varaði við því að ef ekkert verði gert muni Bandaríkin einfaldlega lenda í gjaldþroti.
Hann vísaði í að vinnan sem unnin væri af DOGE í samstarfi við dómsmálaráðuneytið (DOJ) væri í raun tæknileg aðstoð við stjórnkerfið þar sem gömul og óskilvirk tölvukerfi hindruðu skilvirkni og leiddu til sóunar á skattfé.
Niðurskurður eða gjaldþrot
„Við getum einfaldlega ekki haldið áfram með tveggja trilljón dollara hallarekstur ár eftir ár,“ sagði Musk og lagði áherslu á að vaxtagreiðslur af bandarísku ríkisskuldunum væru nú orðnar hærri en árleg útgjöld varnarmálaráðuneytisins.
„Við eyðum nú yfir trilljón dollurum á ári í vexti af skuldum. Ef þetta heldur áfram verður landið gjaldþrota. Þetta er ekki valkostur, heldur nauðsyn,“ sagði Musk, myrkur í máli.
Musk sagðist telja að hægt væri að finna allt að trilljón dollara í sparnað með markvissum aðgerðum en það nemur um 15% af heildarfjárlögum ríkisins sem nú eru um 7 trilljónir dollara.
„Þetta er aðeins hægt að gera með stuðningi allra sem eru hér inni,“ bætti hann við og þakkaði viðstöddum fyrir að hlusta.
Hann nefndi einnig að hann hefði orðið fyrir gagnrýni og hótunum vegna skoðana sinna, en ítrekaði að það væri ekki hægt að hunsa staðreyndirnar: „Ef við tökum ekki á þessu munu Bandaríkin fara á hausinn.“
That’s why it has to be done
pic.twitter.com/QinG3c3DYa— Elon Musk (@elonmusk) February 27, 2025
— Elon Musk (@elonmusk) February 27, 2025