Flugvél með sex farþega um borð, þar af eitt barn, hrapaði í byggð í Philadelphia í Bandaríkjunum. Eldur braust út í nokkrum húsum og bílum.
Lítil sjúkraflugvél hrapaði yfir Philadelphíu-borg í Bandaríkjunum í gærkvöld og hafnaði nærri Roosevelt-verslunarmiðstöðinni. Eldur kom upp í nærliggjandi íbúðarhúsum og nokkrum bílum. Töluverður viðbúnaður er á vettvangi.
Vélin var með sex farþega um borð, sjúkling á barnsaldri, fylgdarmann hans, lækni, sjúkraliða og tvo flugmenn. Þau eru öll frá Mexíkó að sögn utanríkisráðuneytis Mexíkó. Til stóð að flytja barnið heim til Mexíkó eftir læknismeðferð í Bandaríkjunum. Ekki er vitað hvað olli slysinu en talið að skyggnið hafi spilað inní, en vélin hrapaði um hálfri mínútu eftir flugtak.
This guy captured the moment the Air Ambulance aircraft crashed in Philadelphia pic.twitter.com/cWqgSlY2A3
— FearBuck (@FearedBuck) February 1, 2025
Doorbell cam captures clear video of the Northeast Philly plane crash and residents’ terrified reactions. Follow live updates: https://t.co/jpQ6BRuG6U pic.twitter.com/SsbitHzvLD
— FOX 29 (@FOX29philly) February 1, 2025
Wild video shows mass chaos and mass panic after the Northeast Philly plane crash: https://t.co/0qTx8lLcSP pic.twitter.com/pQTeII53HH
— FOX 29 (@FOX29philly) February 1, 2025