Auglýsing

Ný viðmið dómstóla í Bretlandi kveða á um að hvítir skuli fá þyngri refsingu en fólk úr minnihlutahópum

Nýjar leiðbeiningar frá The Sentencing Council hafa vakið mikla reiði þar sem þær skipa svo fyrir að glæpamenn úr „þjóðernis-, menningar- og trúarlegum minnihlutahópum“ fái vægari meðferð í dómstólum en hvítir glæpamenn.

Skuggaráðherra dómsmála (sem þýðir talsmaður stjórnarandstöðu í slíkum málum), Robert Jenrick, segir að leiðbeiningarnar skapi „tvískipt réttlæti“ og gangi gegn grundvallarlögmálum laga og réttar í Bretlandi.

Í nýju leiðbeiningunum, sem voru sendar dómurum á miðvikudaginn, er kveðið á um að dómstólar skuli sérstaklega íhuga að útbúa forúttektarskýrslu (pre-sentence report, PSR) þegar glæpamaður kemur úr minnihlutahópi.

Slíkar skýrslur eru oft fyrsta skrefið í að forðast fangelsisdóm, að sögn Jenricks þar sem a´hersla er lögð á að finna aðrar lausnir en fangelsisvist þegar mál eru tekin fyrir á þann hátt.

„Jafnrétti frammi fyrir lögum er hornsteinn siðmenningar okkar“

Jenrick gagnrýndi einnig dómsmálaráðherra Shabana Mahmood harðlega og sakaði hana um að styðja „tvískiptingu í réttarkerfinu“.

Mahmood, sem sjálf er hluti af minnihlutahóp, neitaði ásökunum og sagðist „aldrei standa fyrir mismunun frammi fyrir lögum“.

„Samkvæmt nýju leiðbeiningunum eru fangelsisdómar ólíklegri fyrir einstaklinga úr þjóðernis- og trúarlegum minnihlutahópum,“ sagði Jenrick. „Þetta snýr réttlætinu á hvolf. Við trúum á jafnrétti frammi fyrir lögum – af hverju gerir Verkamannaflokkurinn það ekki?“

Aðrir þingmenn hafa kallað leiðbeiningarnar „hneyksli“ og segja þær grafa undan trú almennings á réttarkerfinu.

Sett fram sem undanþága fyrir þungaðar konur og transfólk

Leiðbeiningarnar fela einnig í sér að dómstólar ættu að forðast að senda þungaðar konur í fangelsi nema það sé „óhjákvæmilegt“.

Þær nefna einnig sérstaklega að glæpamenn sem skilgreina sig sem trans ættu að fá forúttektarskýrslu áður en dómur er kveðinn upp, sem gagnrýnendur telja gefa þeim vægari meðferð.

Þó flestir séu sammála um að þungaðar konur ættu að fá sérstaka meðferð hafa þingmenn nefnt að sú afsökun sé notuð sem yfirskyn til að gefa minnihlutahópum mildari dóma.

Dómsmálaráðherra segist ekki hrifin af nýju lögunum að eigin sögn en hefur ekkert gert til að nema þau í gildi að svo stöddu.

Þessi umdeildu lög taka gildi 1. apríl 2025.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing