Auglýsing

Nýr persónulegur „kolefnisreiknir“ Orkuveitu Reykjavíkur segir þér hvort þú sért ógeðslegur umhverfissóði

Íslendingar geta nú reiknað út kolefnisspor sitt með nýjum kolefnisreikni sem er samstarfsverkefni samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR) og ráðgjafar- og verkfræðistofunnar EFLU.

Með reikninum fá notendur innsýn í eigin losun gróðurhúsalofttegunda og geta borið niðurstöðurnar saman við meðaltal Íslendinga og alþjóðleg markmið um minnkun kolefnislosunar.

Persónuleg losun í fjórum þáttum

Reiknirinn metur kolefnisspor einstaklingsins út frá fjórum meginþáttum: ferðum, matarvenjum, orkunotkun heimilis og almennri neyslu.

Notendur svara spurningum um lífsstíl sinn og fá útkomu í tonnum af koltvíoxíðsígildum (CO₂e).

Ef útkoma þín er óheppileg er líklega kominn tími til að gera eitthvað í þínum málum.

Markmið Parísarsamkomulagsins

Reiknirinn sýnir einnig hversu mikið þarf að draga úr losun (samkvæmt mati Orkuveitunnar) til að standast markmið Parísarsamkomulagsins, sem kveður á um að hlýnun jarðar haldist innan við 1,5°C.

Til að ná því markmiði segir Orkuveitan að meðal einstaklingur þurfi að draga verulega úr losun sinni á næstu áratugum.

Umhverfiskvíði er orðinn algengur meðal fólks og því eins gott að geta verið með jafn brýn málefni á hreinu.

Hvatning til aðgerða

Ef niðurstaðan sýnir stærra kolefnisspor en meðaltal, geta notendur gripið til aðgerða til að draga úr losun, t.d. með því að velja vistvænni ferðamáta, minnka neyslu og nota endurnýjanlega orku.

Meðal annars er gefið svar við spuringunni hvort þér beri skylda til að kolefnisjafna flugið þitt.

Kolefnisreiknirinn tekur mið af íslenskum aðstæðum og veitir skýra mynd af því hvar hægt er að gera betur í átt að sjálfbærni.

Hann er aðgengilegur á vefsíðu OR og EFLU.

Hægt er að komast inn á kolefnisreikninn hér og komast að því hvort tilvera þín sé stórslys fyrir umhverfið!

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing