Auglýsing

Nýr úrskurður hæstaréttar Bandaríkjanna sýknar hundruði manna sem ákærðir voru vegna mótmælanna 6. janúar

Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði nýlega að dómstólar þar í landi hafi seilst út fyrir valdsvið sitt þegar þeir dæmdu fólk sem tók þátt í mótmælunum fyrir utan bandaríska þinghúsið 6. janúar 2021.

Fjölmargir mótmælendur voru dæmdir fyrir að hindra störf þingsins við að staðfesta úrslit kosninganna 2020 þar sem Joe Biden var úrskurðaður sigurvegari.

Lög þessi sem kallast Sarbanes-Oxley lögin voru sett á árið 2002 eftir Enron hneykslið svokallaða þar sem aðilar voru dæmdir fyrir að hindra störf þingsins með að eyða fjölda gagna tengdu máli Enron olíurisans.

Til að geta verið sekur um þetta tiltekna brot þarf viðkomandi að hafa átt við, eytt að falið skjöl eða önnur gögn til að hindra rannsókn eða störf.

Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa haldið því fram að þessi lög eigi við um þá sem reyndu að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna en hæstiréttur er ósammála þessari niðurstöðu og mun það leiða til þess að yfir 350 manns munu sleppa við ákæru í málinu.

Niðurstaða hæstaréttar fylgdi ekki venjulegum flokkalínum þar sem frjálslyndir og íhaldssamir dómarar kusu ekki allir eins heldur dreifðust atkvæðin, sem voru 6-3 mótmælendum i hag, ekki eftir flokkalínum eins og svo oft áður.

Samkvæmt BBC gæti úrskurðurinn haft áhrif á einhver þeirra fjölmörgu mála sem Donald Trump glímir við þessa dagana í réttarkerfinu í Bandaríkjunum en enn er óvíst hversu mikil þau áhrif verða.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing